Innlent

Dróst vegna fjarveru starfsmanna

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar, hefur svarað fyrirspurnum Oktavíu Jóhannesdóttur, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar, um umdeilda lífskjararannsókn sem unnin var fyrir bæjarstjórn Akureyrar. Í svörum bæjarstjórans segir að ástæða þess að kynning niðurstaðna dróst frá maí fram í júlí hafi verið veikindi og fjarvera starfsmanna og bæjarfulltrúa. Þar segir einnig að Akureyrarbær hafi ekki óskað sérstaklega eftir því að stjórnmálaskoðun yrði notuð sem bakgrunnsbreyta, heldur hafi það komið til að frumkvæði IMG Gallup sem framkvæmdi könnunina. Tilgangurinn með því að spyrja um stjórnmálaskoðanir fólks var að talið var gagnlegt að vita hvort þær hefðu afgerandi áhrif á svör um gæði þjónustu eða aðra þætti sem spurt var um. Bæjarstjórinn neitar því að nokkur hafi verið blekktur til að skrifa undir að könnunin væri trúnaðarmál. Mikilvægast hafi þótt að kynna helstu niðurstöður og það hefði verið of tímafrekt að fara í gegnum allar spurningarnar. Kristján Þór segir þó í lokin að í ljósi umræðunnar sé eflaust farsælla að láta ógert að nota fylgi við stjórnmálaflokka sem bakgrunnsbreytu við úrvinnslu lífskjararannsókna fyrir Akureyrarbæ.Svar bæjarstjórans á Akureyri vegna lífskjarakönnunar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×