Innlent

Innbrotsþjófur náðist á hlaupum

 Brotist var inn í sjö bíla og sjö íbúðarhús. Í sumum tilvikum höfðu þjófarnir lítið sem ekkert upp úr krafsinu, en í öðrum komu þeir höndum yfir ýmis verðmæti. Árvökulir vegfarendur sáu til eins innbrotsþjófsins á ferð á laugardagsmorgun þar sem hann var að rogast með þýfi út úr húsi. Þeir gerðu lögreglunni þegar viðvart og náðist maðurinn á hlaupum. Hann hafði tekið til meira sem hann hugðist stela inni í húsinu þegar hann var tekinn með fyrsta farm. Það sem þjófarnir virtust helst vera á höttunum eftir voru tölvur, myndavélar og símar. Stærsti þjófnaðurinn var í íbúðarhúsnæði þar sem stolið var meðal annars ferðatölvu og stafrænum myndavélum. Innbrotin voru frami í hinum ýmsu hverfum borgarinnar. Á sama tíma í fyrra voru 15 innbrot í hús og bíla kærð til lögreglunnar í Reykjavík.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×