Innlent

Sameinast um löggæslu

Lögregluembættin á Vestfjörðum og í Dölum sameinast um löggæsluna um verslunarmannahelgina. Um er að ræða embættin á Ísafirði, á Patreksfirði, í Bolungarvík, á Hólmavík og í Búðardal. Á þessu svæði verða alls sjö lögreglubifreiðar með áhöfnum í eftirliti alla helgina. Sérstakt eftirlit verður haft með umferðinni á þjóðvegunum. Og lögreglan hefur heilræði til ökumanna sem þarna fara um: Víða á Vesturlandi og Vestfjörðum er einbreitt slitlag. Ökumenn sem aka á einbreiðu slitlagi, hægið ferðina og víkið vel til hliðar. Ef ekið er undir 60 km/klst, þar sem lausamöl er, eru hverfandi líkur á skemmdum á bílum vegna steinkasts. Hollt er heilum vagni heim að aka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×