Stjórnandi sambýlis stal frá íbúum 4. júlí 2005 00:01 Lögregla rannsakar meintan þjófnað fyrrverandi stjórnanda sambýlis fyrir fatlaða í Reykjavík. Konan sem um ræðir stýrði heimilinu í tæpt ár, en talið er að hún hafi skrifað matvæli og aðrar vörur til eigin neyslu, á reikning heimilisins í fjölda verslana. Til að fela eigin útgjöld er konan talin hafa skorið niður í aðföngum til íbúa heimilisins, en fötlun þeirra er slík að þeir geta ekki sjálfir komið umkvörtunum á framfæri. Mánaðarleg húsaleiga íbúanna á að standa undir rekstri heimilisins. Jón Heiðar Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík, segir að ákveðið hafi verið að kæra konuna til lögreglu í lok apríl að undangenginni innanhússrannsókn svæðisskrifstofunnar. Hann sagðist ekki telja játningu liggja fyrir og áréttaði að málið væri enn í rannsókn lögreglu. "Það var eitt ákveðið atvik sem benti á að ekki væri allt með felldu og leiddi til þess að athugun fór í gang," segir Jón Heiðar, en annars mun svæðisskrifstofan vera með sitt eigið eftirlit með útgjöldum sambýla. Þá segir hann heimilissjóði vera eftirlitsskylda hjá Ríkisendurskoðun. Ekki er ljóst hve lengi meint misferli kann að hafa átt sér stað, en grunur leikur á að það hafi verið mánuðum saman. Aðstandendum hafi verið gert viðvart eins fljótt og auðið var, að sögn Jóns Heiðars, en þeir séu að vonum slegnir yfir atburðum. Þá segir hann að skoðað verði hvernig bæta megi íbúum sambýlisins skaðann, en Reykjavíkurborg fór þá leið í svipuðu máli nýverið. "Það verður gert upp þegar hlutirnir liggja betur fyrir," segir hann. Konan sem um ræðir stýrði áður sambærilegu sambýli í Hafnarfirði í um það bil ár. Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi, segir að eftir að mál konunnar komst upp í Reykjavík hafi verið farið ofan í allt bókhald þann tíma sem hún starfaði þar, en sú skoðun hafi ekki leitt neitt óeðlilegt í ljós. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Lögregla rannsakar meintan þjófnað fyrrverandi stjórnanda sambýlis fyrir fatlaða í Reykjavík. Konan sem um ræðir stýrði heimilinu í tæpt ár, en talið er að hún hafi skrifað matvæli og aðrar vörur til eigin neyslu, á reikning heimilisins í fjölda verslana. Til að fela eigin útgjöld er konan talin hafa skorið niður í aðföngum til íbúa heimilisins, en fötlun þeirra er slík að þeir geta ekki sjálfir komið umkvörtunum á framfæri. Mánaðarleg húsaleiga íbúanna á að standa undir rekstri heimilisins. Jón Heiðar Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík, segir að ákveðið hafi verið að kæra konuna til lögreglu í lok apríl að undangenginni innanhússrannsókn svæðisskrifstofunnar. Hann sagðist ekki telja játningu liggja fyrir og áréttaði að málið væri enn í rannsókn lögreglu. "Það var eitt ákveðið atvik sem benti á að ekki væri allt með felldu og leiddi til þess að athugun fór í gang," segir Jón Heiðar, en annars mun svæðisskrifstofan vera með sitt eigið eftirlit með útgjöldum sambýla. Þá segir hann heimilissjóði vera eftirlitsskylda hjá Ríkisendurskoðun. Ekki er ljóst hve lengi meint misferli kann að hafa átt sér stað, en grunur leikur á að það hafi verið mánuðum saman. Aðstandendum hafi verið gert viðvart eins fljótt og auðið var, að sögn Jóns Heiðars, en þeir séu að vonum slegnir yfir atburðum. Þá segir hann að skoðað verði hvernig bæta megi íbúum sambýlisins skaðann, en Reykjavíkurborg fór þá leið í svipuðu máli nýverið. "Það verður gert upp þegar hlutirnir liggja betur fyrir," segir hann. Konan sem um ræðir stýrði áður sambærilegu sambýli í Hafnarfirði í um það bil ár. Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi, segir að eftir að mál konunnar komst upp í Reykjavík hafi verið farið ofan í allt bókhald þann tíma sem hún starfaði þar, en sú skoðun hafi ekki leitt neitt óeðlilegt í ljós.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira