Erlent

Gonzales kom óvænt til Íraks

Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Alberto Gonzales, kom í óvænta heimsókn til Íraks í morgun. Ráðherrann mun eiga fund við embættismenn írakska dómsmálaráðuneytisins og aðra ráðamenn í Bagdad að sögn talsmanns bandaríska sendiráðsins í borginni. Einnig mun hann að líkindum ræða við forsætisráðherra Íraks, Ibrahim al-Jaafari. Talið er að helsta umræðuefnið verði meðferð fanga í haldi Bandaríkjahers í landinu og fyrirhuguð réttarhöld yfir Saddam Hussein.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×