Innlent

Nauðgun kærð á Humarhátíðinni

Nauðgun hefur kærð á Humarhátíðinni sem fram fer á Höfn í Hornafirði um helgina. Að sögn Jóhanns K. Jóhannssonar hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, sem sér um gæslu á hátíðinni, telst málið upplýst. Að öðru leyti hefur allt farið vel fram   Mikill fjöldi fólks er samankominn á hinum ýmsu útihátíðum víða um land um helgina. Veður hefur sett strik í reikninginn sums staðar og sérstaklega á samkomunni í Ólafsvík þar sem nokkrir hafa flúið heim á leið vegna veðursins. Þar hafa líka óprúttnir aðilar verið að eyðileggja klósettin á svæðinu og veltir Jóhann því fyrir sér hvort dagskráin þar hafi ekki verið nógu skipulögð. Jóhann segir lögreglu hafa talað um að ökumenn sýni full glannalegan akstur, sérstaklega þeir sem eru með tjaldvagna í eftirdragi, og biður þá um að gæta sín og hafa í huga að hámarkshraði með slíkt tæki í togi við bestu aðstæður sé 80 kílómetrar á klukkustund.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×