Sex ákærðir í Baugsmálinu 1. júlí 2005 00:01 Tæplega þriggja ára rannsókn efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra á meintum brotum gegn almenningshlutafélaginu Baugi hf. lauk í gær með útgáfu kæra á hendur sex manns tengdum fyrirtækinu. Þar á meðal eru Tryggvi Jónsson fyrrum forstjóri, Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri, Kristín Jóhannesdóttir stjórnarmaður og Jóhannes Jónsson einn aðaleigenda Baugs, auk endurskoðendanna Stefáns Hilmarssonar og Önnu Þórðardóttur. "Rannsókn málsins hefur verið afar umfangsmikil og mjög tímafrek og krafist víðtækrar gagnaöflunar og húsleita í Færeyjum og Lúxemborg. Yfirheyrslur í málinu skipta hundruðum," segir í tilkynningu Ríkislögreglustjóra. Gert er ráð fyrir að málið verði þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 17. ágúst næstkomandi. Jón H. Snorrason, saksóknari og yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, sagðist að sinni ekki vilja tjá sig um álitsgerðir Jóns Ásgeirs eða álitsgerð sem Jónatan Þórmundsson lagaprófessor vann fyrir Baug um rannsókn lögreglu. Að öðru leyti vísaði hann á tilkynningu embættisins um málið en þar kemur fram að takmörk séu á hversu mikið lögregla getur tjáð sig meðan málið er fyrir dómi. Í tilkynningunni segir einnig að möguleg skattalagabrot séu enn til rannsóknar hjá embættinu, en hluta málsins var vísað til Skattrannsóknastjóra haustið 2003. Stjórn Baugs hefur ákveðið að höfða skaðabótamál á hendur ríkinu vegna tjóns sem fyrirtækið hefur orðið fyrir vegna rannsóknar lögreglu. "Baugur Group hf. stendur einhuga á bak við Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóra, og sakborninga málsins, en þeir hafa allir staðfastlega haldið fram sakleysi sínu gagnvart öllum sakargiftum," segir í yfirlýsingu sem Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, skrifar undir. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, áréttaði að hann vísaði sakargiftum á bug, en ekki náðist í Jón Ásgeir. Jóhannes Jónsson kvaðst vera í útlöndum og því hafi hann ekki séð ákæruna enn og ætli af þeim sökum ekki að tjá sig um hana að svo stöddu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira
Tæplega þriggja ára rannsókn efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra á meintum brotum gegn almenningshlutafélaginu Baugi hf. lauk í gær með útgáfu kæra á hendur sex manns tengdum fyrirtækinu. Þar á meðal eru Tryggvi Jónsson fyrrum forstjóri, Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri, Kristín Jóhannesdóttir stjórnarmaður og Jóhannes Jónsson einn aðaleigenda Baugs, auk endurskoðendanna Stefáns Hilmarssonar og Önnu Þórðardóttur. "Rannsókn málsins hefur verið afar umfangsmikil og mjög tímafrek og krafist víðtækrar gagnaöflunar og húsleita í Færeyjum og Lúxemborg. Yfirheyrslur í málinu skipta hundruðum," segir í tilkynningu Ríkislögreglustjóra. Gert er ráð fyrir að málið verði þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 17. ágúst næstkomandi. Jón H. Snorrason, saksóknari og yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, sagðist að sinni ekki vilja tjá sig um álitsgerðir Jóns Ásgeirs eða álitsgerð sem Jónatan Þórmundsson lagaprófessor vann fyrir Baug um rannsókn lögreglu. Að öðru leyti vísaði hann á tilkynningu embættisins um málið en þar kemur fram að takmörk séu á hversu mikið lögregla getur tjáð sig meðan málið er fyrir dómi. Í tilkynningunni segir einnig að möguleg skattalagabrot séu enn til rannsóknar hjá embættinu, en hluta málsins var vísað til Skattrannsóknastjóra haustið 2003. Stjórn Baugs hefur ákveðið að höfða skaðabótamál á hendur ríkinu vegna tjóns sem fyrirtækið hefur orðið fyrir vegna rannsóknar lögreglu. "Baugur Group hf. stendur einhuga á bak við Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóra, og sakborninga málsins, en þeir hafa allir staðfastlega haldið fram sakleysi sínu gagnvart öllum sakargiftum," segir í yfirlýsingu sem Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, skrifar undir. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, áréttaði að hann vísaði sakargiftum á bug, en ekki náðist í Jón Ásgeir. Jóhannes Jónsson kvaðst vera í útlöndum og því hafi hann ekki séð ákæruna enn og ætli af þeim sökum ekki að tjá sig um hana að svo stöddu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira