Innlent

Kannabisræktun í haughúsi

Þrír karlmenn og ein kona á fimmtugsaldri voru í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmd í skilorðsbundið fangelsi fyrir að eiga og rækta kannabisplöntur í haughúsi undir fjósi á sveitabæ í Ölfusi. Húsleit var gerð árið 2003 og fundust þá 671 kannabisplanta, ásamt 203 grömmum af maríjúana og 224 grömmum af kannabisstönglum. Auk þess ræktaði fólkið 300 aðrar plöntur sem gáfu af sér að minnsta kosti 1.500 grömm af maríjúana. Hjónin á bænum lögðu til húsnæði og önnuðust daglega umhirðu plantanna. Þau hafa ekki sætt refsingu áður. Konan var dæmd í 45 daga skilorðsbundið fangelsi og en maðurinn fjóra mánuði. Hinir mennirnir tveir lögðu til 20 kannabisplöntur, gróðurlampa og hitablásara, en alls voru tólf gróðurhúsalampar notaðir við ræktunina. Báðir eiga nokkurn sakaferil að baki. Annar þeirra hlaut sjö mánaða dóm en hann var einnig ákærður fyrir að hafa í vörslu sinni sextán grömm af kókaíni. Hinn var að auki ákærður fyrir að eiga haglabyssu án skotleyfis og hlaut hann sex mánaða fangelsisdóm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×