Fimm hlutu dóm í Dettifossmáli 24. júní 2005 00:01 Þyngsta dóminn í Dettifossmálinu, sex og hálft ár í fangelsi, hlaut 32 ára gamall maður, Óli Haukur Valtýsson, en dæmt var í seinni hluta málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þá var 26 ára gamall maður, Tryggvi Lárusson, dæmdur í sex ára fangelsi, en þar komu eldri mál til refsiþyngingar. Þrjú til viðbótar fengu mun vægari dóma, þyngstan þrítugur maður, Hinrik Jóhannsson, sem dæmdur var í hálfs árs fangelsi. Í fyrri hluta málsins, sem dæmt var í í lok maí, hlaut hann tveggja ára fangelsisdóm. Þá hlaut 29 ára gömul kona fjögurra mánaða dóm skilorðsbundinn í tvö ár og maður í forsvari fyrir fyrirtæki sem send var á loftpressa full af amfetamíni fékk 40 þúsund króna fésekt. Dettifossmálið er eitthvert umfangsmesta fíkniefnamál sem komið hefur til kasta yfirvalda hér. Mesta magnið sem tekið var í einu var falið í loftpressunni, 7,8 kíló af amfetamíni. Undir lok júní í fyrra fór Tryggvi til Amsterdam með manni sem síðar fyrirfór sér í fangelsi meðan á rannsókn málsins stóð. Sá hafði milligöngu um kaup á amfetamíninu af Óla Hauki. Forsvarsmaður fyrirtækisins sem pressan var send á leysti hana ekki úr tolli, en við hann hafði hvorki verið rætt um magn né efnistegund. Hann átti að fá kókaín sem greiðslu fyrir annan pakka sem Óli Haukur sagði að hætt hafi verið við að senda og hafi hann því ekki átt von á loftpressunni. Tryggvi neitaði sök og reyndi að sverja af sér viðurnefnið "túrbó" en sannað þótti að hann væri Tryggvi túrbó og hefði fjármagnað og keypt stóran hluta efnanna sem dæmt var fyrir. Þá er Hinrik bara sakfelldur fyrir 200 LSD skammta af 2.000 sem hann fékk senda í pósti og vitjaði í Vestmannaeyjum. Óli Haukur bar fyrir dómi að Hinrik hefði bara átt von á prufusendingu, en ekki öllu magninu sem fór í póst. Heima hjá Óla Hauki í Amsterdam fann Hollensk lögregla 4.000 skammta til viðbótar, en honum er ekki gerð refsing fyrir það hér. Fyrri hluti Dettifossmálsins snerist um smygl á 2,7 kílóum af amfetamíni og um 600 grömm af kókaíni. Í þeim hluta var Hinrik Jóhannsson dæmdur í tveggja ára fangelsi, en í hlutanum sem nú var dæmt í hlaut hann hálfsársfangelsi fyrir smygl á LSD skömmtum. Sakborningar þrír þyngsta dóma hlutu í seinni hluta málsins nú þurfa að greiða bæði málskostnað upp á nokkur hundruð þúsund krónur auk rúmlega 270400 og 500 þúsund hver, auk kostnaðar upp á rúmlega 1,4 milljónir króna vegna rannsóknar á fíkniefnunum sem þeir reyndu að smygla. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli Sjá meira
Þyngsta dóminn í Dettifossmálinu, sex og hálft ár í fangelsi, hlaut 32 ára gamall maður, Óli Haukur Valtýsson, en dæmt var í seinni hluta málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þá var 26 ára gamall maður, Tryggvi Lárusson, dæmdur í sex ára fangelsi, en þar komu eldri mál til refsiþyngingar. Þrjú til viðbótar fengu mun vægari dóma, þyngstan þrítugur maður, Hinrik Jóhannsson, sem dæmdur var í hálfs árs fangelsi. Í fyrri hluta málsins, sem dæmt var í í lok maí, hlaut hann tveggja ára fangelsisdóm. Þá hlaut 29 ára gömul kona fjögurra mánaða dóm skilorðsbundinn í tvö ár og maður í forsvari fyrir fyrirtæki sem send var á loftpressa full af amfetamíni fékk 40 þúsund króna fésekt. Dettifossmálið er eitthvert umfangsmesta fíkniefnamál sem komið hefur til kasta yfirvalda hér. Mesta magnið sem tekið var í einu var falið í loftpressunni, 7,8 kíló af amfetamíni. Undir lok júní í fyrra fór Tryggvi til Amsterdam með manni sem síðar fyrirfór sér í fangelsi meðan á rannsókn málsins stóð. Sá hafði milligöngu um kaup á amfetamíninu af Óla Hauki. Forsvarsmaður fyrirtækisins sem pressan var send á leysti hana ekki úr tolli, en við hann hafði hvorki verið rætt um magn né efnistegund. Hann átti að fá kókaín sem greiðslu fyrir annan pakka sem Óli Haukur sagði að hætt hafi verið við að senda og hafi hann því ekki átt von á loftpressunni. Tryggvi neitaði sök og reyndi að sverja af sér viðurnefnið "túrbó" en sannað þótti að hann væri Tryggvi túrbó og hefði fjármagnað og keypt stóran hluta efnanna sem dæmt var fyrir. Þá er Hinrik bara sakfelldur fyrir 200 LSD skammta af 2.000 sem hann fékk senda í pósti og vitjaði í Vestmannaeyjum. Óli Haukur bar fyrir dómi að Hinrik hefði bara átt von á prufusendingu, en ekki öllu magninu sem fór í póst. Heima hjá Óla Hauki í Amsterdam fann Hollensk lögregla 4.000 skammta til viðbótar, en honum er ekki gerð refsing fyrir það hér. Fyrri hluti Dettifossmálsins snerist um smygl á 2,7 kílóum af amfetamíni og um 600 grömm af kókaíni. Í þeim hluta var Hinrik Jóhannsson dæmdur í tveggja ára fangelsi, en í hlutanum sem nú var dæmt í hlaut hann hálfsársfangelsi fyrir smygl á LSD skömmtum. Sakborningar þrír þyngsta dóma hlutu í seinni hluta málsins nú þurfa að greiða bæði málskostnað upp á nokkur hundruð þúsund krónur auk rúmlega 270400 og 500 þúsund hver, auk kostnaðar upp á rúmlega 1,4 milljónir króna vegna rannsóknar á fíkniefnunum sem þeir reyndu að smygla.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli Sjá meira