Fimm hlutu dóm í Dettifossmáli 24. júní 2005 00:01 Þyngsta dóminn í Dettifossmálinu, sex og hálft ár í fangelsi, hlaut 32 ára gamall maður, Óli Haukur Valtýsson, en dæmt var í seinni hluta málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þá var 26 ára gamall maður, Tryggvi Lárusson, dæmdur í sex ára fangelsi, en þar komu eldri mál til refsiþyngingar. Þrjú til viðbótar fengu mun vægari dóma, þyngstan þrítugur maður, Hinrik Jóhannsson, sem dæmdur var í hálfs árs fangelsi. Í fyrri hluta málsins, sem dæmt var í í lok maí, hlaut hann tveggja ára fangelsisdóm. Þá hlaut 29 ára gömul kona fjögurra mánaða dóm skilorðsbundinn í tvö ár og maður í forsvari fyrir fyrirtæki sem send var á loftpressa full af amfetamíni fékk 40 þúsund króna fésekt. Dettifossmálið er eitthvert umfangsmesta fíkniefnamál sem komið hefur til kasta yfirvalda hér. Mesta magnið sem tekið var í einu var falið í loftpressunni, 7,8 kíló af amfetamíni. Undir lok júní í fyrra fór Tryggvi til Amsterdam með manni sem síðar fyrirfór sér í fangelsi meðan á rannsókn málsins stóð. Sá hafði milligöngu um kaup á amfetamíninu af Óla Hauki. Forsvarsmaður fyrirtækisins sem pressan var send á leysti hana ekki úr tolli, en við hann hafði hvorki verið rætt um magn né efnistegund. Hann átti að fá kókaín sem greiðslu fyrir annan pakka sem Óli Haukur sagði að hætt hafi verið við að senda og hafi hann því ekki átt von á loftpressunni. Tryggvi neitaði sök og reyndi að sverja af sér viðurnefnið "túrbó" en sannað þótti að hann væri Tryggvi túrbó og hefði fjármagnað og keypt stóran hluta efnanna sem dæmt var fyrir. Þá er Hinrik bara sakfelldur fyrir 200 LSD skammta af 2.000 sem hann fékk senda í pósti og vitjaði í Vestmannaeyjum. Óli Haukur bar fyrir dómi að Hinrik hefði bara átt von á prufusendingu, en ekki öllu magninu sem fór í póst. Heima hjá Óla Hauki í Amsterdam fann Hollensk lögregla 4.000 skammta til viðbótar, en honum er ekki gerð refsing fyrir það hér. Fyrri hluti Dettifossmálsins snerist um smygl á 2,7 kílóum af amfetamíni og um 600 grömm af kókaíni. Í þeim hluta var Hinrik Jóhannsson dæmdur í tveggja ára fangelsi, en í hlutanum sem nú var dæmt í hlaut hann hálfsársfangelsi fyrir smygl á LSD skömmtum. Sakborningar þrír þyngsta dóma hlutu í seinni hluta málsins nú þurfa að greiða bæði málskostnað upp á nokkur hundruð þúsund krónur auk rúmlega 270400 og 500 þúsund hver, auk kostnaðar upp á rúmlega 1,4 milljónir króna vegna rannsóknar á fíkniefnunum sem þeir reyndu að smygla. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Þyngsta dóminn í Dettifossmálinu, sex og hálft ár í fangelsi, hlaut 32 ára gamall maður, Óli Haukur Valtýsson, en dæmt var í seinni hluta málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þá var 26 ára gamall maður, Tryggvi Lárusson, dæmdur í sex ára fangelsi, en þar komu eldri mál til refsiþyngingar. Þrjú til viðbótar fengu mun vægari dóma, þyngstan þrítugur maður, Hinrik Jóhannsson, sem dæmdur var í hálfs árs fangelsi. Í fyrri hluta málsins, sem dæmt var í í lok maí, hlaut hann tveggja ára fangelsisdóm. Þá hlaut 29 ára gömul kona fjögurra mánaða dóm skilorðsbundinn í tvö ár og maður í forsvari fyrir fyrirtæki sem send var á loftpressa full af amfetamíni fékk 40 þúsund króna fésekt. Dettifossmálið er eitthvert umfangsmesta fíkniefnamál sem komið hefur til kasta yfirvalda hér. Mesta magnið sem tekið var í einu var falið í loftpressunni, 7,8 kíló af amfetamíni. Undir lok júní í fyrra fór Tryggvi til Amsterdam með manni sem síðar fyrirfór sér í fangelsi meðan á rannsókn málsins stóð. Sá hafði milligöngu um kaup á amfetamíninu af Óla Hauki. Forsvarsmaður fyrirtækisins sem pressan var send á leysti hana ekki úr tolli, en við hann hafði hvorki verið rætt um magn né efnistegund. Hann átti að fá kókaín sem greiðslu fyrir annan pakka sem Óli Haukur sagði að hætt hafi verið við að senda og hafi hann því ekki átt von á loftpressunni. Tryggvi neitaði sök og reyndi að sverja af sér viðurnefnið "túrbó" en sannað þótti að hann væri Tryggvi túrbó og hefði fjármagnað og keypt stóran hluta efnanna sem dæmt var fyrir. Þá er Hinrik bara sakfelldur fyrir 200 LSD skammta af 2.000 sem hann fékk senda í pósti og vitjaði í Vestmannaeyjum. Óli Haukur bar fyrir dómi að Hinrik hefði bara átt von á prufusendingu, en ekki öllu magninu sem fór í póst. Heima hjá Óla Hauki í Amsterdam fann Hollensk lögregla 4.000 skammta til viðbótar, en honum er ekki gerð refsing fyrir það hér. Fyrri hluti Dettifossmálsins snerist um smygl á 2,7 kílóum af amfetamíni og um 600 grömm af kókaíni. Í þeim hluta var Hinrik Jóhannsson dæmdur í tveggja ára fangelsi, en í hlutanum sem nú var dæmt í hlaut hann hálfsársfangelsi fyrir smygl á LSD skömmtum. Sakborningar þrír þyngsta dóma hlutu í seinni hluta málsins nú þurfa að greiða bæði málskostnað upp á nokkur hundruð þúsund krónur auk rúmlega 270400 og 500 þúsund hver, auk kostnaðar upp á rúmlega 1,4 milljónir króna vegna rannsóknar á fíkniefnunum sem þeir reyndu að smygla.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira