Innlent

Netnotkun óvíða meiri

Rúm 80 prósent allra íslenskra heimila eru tengd internetinu og er það hlutfall það hæsta í gervallri Evrópu samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Hagstofa Íslands hefur gert. Í henni kemur fram að óvíða er almenn tölvu- og netnotkun meiri en hérlendis og meirihluti Íslendinga nota þar að auki háhraðatengingar. Sýna niðurstöðurnar þannig að 88 prósent landsmanna nota tölvu og 86 prósent nota netið, flestir daglega og fer mjög í vöxt að almenningur panti sér vörur eða þjónustu gegnum netið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×