Innlent

Ráðningar gagnrýndar

Ungir Jafnaðarmenn harma hvernig staðið er að skipun í opinber embætti á Íslandi. Þetta kemur fram í ályktun framkvæmdastjórnar UJ, þar sem nýafstaðin skipun sendiherra Íslands er gagnrýnd. Í ályktuninni hvetur UJ unga stjórnmálamenn einnig til að taka ekki upp "sömu ósiði" og fyrri kynslóðir og til að innleiða heilbrigðara viðhorf gagnvart embættisskipunum á Alþingi. Það væri til dæmis gert með því að auglýsa störf sendiherra svo hæfustu umsækjendurnir til að sinna alþjóðasamskiptum yrðu valdir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×