Innlent

Eggert tapaði í héraði

Eggert Haukdal, fyrrum oddviti Vestur-Landeyjahrepps, tapaði í gær máli sem hann höfðaði á hendur hreppnum í febrúar árið 2002 til greiðslu á rúmlega fjórum milljónum króna auk dráttarvaxta. Sveitarfélagið, sem heitir nú Rangárþing eystra, var sýknað af kröfum Eggerts og honum gert að greiða því hálfa milljón króna í málskostnað. Dóminn kvað upp Ingveldur Einarsdóttir hæstaréttardómari, en hún naut í málinu aðstoðar meðdómsmannanna Önnu Kristínar Traustadóttur, löggilts endurskoðanda og Garðars Valdimarssonar hæstaréttarlögmanns og löggilts endurskoðanda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×