Innlent

Fjárlög: Alvarlegir misbrestir

Alvarlegir misbrestir eru við framkvæmd fjárlaga samkvæmt greinargerð Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga árið 2004. Í greinargerðinni segir að margir fjárlagaliðir fari oft langt fram úr fjárheimildum án þess að forstöðumenn og ráðuneyti bregðist við með tilskildum hætti. Um 120 stofnanir og fjárlagaliðir (af nálægt 520 í fjárlögum) stofnuðu til útgjalda umfram 4% en það er það hámark sem reglugerð um framkvæmd fjárlaga miðar við þegar metið er hvort þurfi að grípa til sérstakra aðgerða. 60 fjárlagaliðir voru með 10% eða meira frávik. Ríkisendurskoðun segir ennfremur að forstöðumenn og ráðuneyti bregðist of seint við þegar ljóst er að rekstur stofnana kostar meira en nemur fjárveitingum. Mörg dæmi séu um stofnanir sem ár eftir ár eyði umfram heimildir. Þrátt fyrir þetta hafi ráðuneytin aldrei áminnt forstöðumenn eins og skylt sé samkvæmt reglugerð. Nánar verður fjallað um greinargerðina í fréttum Stöðvar 2 klukkan hálfsjö.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×