Innlent

Ók dópaður um borgina

Tvítugur maður hefur verið dæmdur til greiðslu 200.000 króna fyrir margvísleg fíkniefnabrot og fyrir að aka bifreið víða um Reykjavíkurborg um miðjan október í fyrra undir áhrifum slævandi lyfs og fíkniefna. Hann var sviptur ökurétti í þrjá mánuði og þarf að greiða málskostnað upp á rúmar 310.000 krónur. Upptæk voru gerð 4,8 grömm af hassi og 13,6 grömm af amfetamíni. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, en horft var til þess að maðurinn játaði sakargiftir og var ekki með sakaferil sem hafði áhrif á refsingu. Þá stundar hann vinnu og sækir AA-fundi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×