Fylgst náið með barnaníðingum 21. júní 2005 00:01 Dómsmálaráðherrar iðnveldanna skera á alþjóðlegt tengslanet barnaníðinga með því að setja á laggirnar sameiginlegan gagnagrunn með upplýsingum um þá og framleiðendur barnakláms. Lögreglan á Íslandi fagnar þessu framtaki og telur að það muni auðvelda rannsókn slíkra mála hér á landi. Með gagnagrunninum verður hægt að ná í upplýsingar um þekkta barnaníðinga og fylgjast með ferðum þeirra. Einnig verða í grunninum upplýsingar um barnaklám og framleiðendur þess konar efnis. Með gagnagrunninum verður mun auðveldara að fylgjast með barnaklámi á Netinu og þeim sem setja þannig efni þar inn. Nú þegar eru komnar um 300 þúsund myndir af börnum sem hafa verið beitt kynferðisofbeldi við framleiðslu barnakláms í gagnagrunn sem er starfræktur á vegum alþjóðalögreglunnar Interpol, sem sameinast nýja grunninnum. Aðspurður hvaða þýðingu gagnagrunnurinn hafi fyrir íslensk lögregluyfirvöld segir Sigurbjörn Víðir Eggertsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að eriftt sé að segja til um það fyrir fram en öll viðleitni yfirvalda til þess að stöðva þessa brotastarfsemi skipti verulegu máli. Spurður hvort oft þurfi að leita upplýsinga um barnaníðinga erlendis játar Sigurbjörn því. Lögregla starfi með erlendum lögregluyfirvöldum í slíkum málum og eflaust muni gagnagrunnurinn auðvelda leiðina til þess að ná í upplýsingar, en þessi brot virðist ekki eiga sér nein landamæri. Lögregluyfirvöld vita ekki enn hve margir íslenskir barnaníðingar verði skráiðir í hinn alþjóðlega gagnagrunn en það fer meðal annars eftir því hve langt skráningin nær aftur í tímann. Meðal annars verða upplýsingar úr gagnagrunninum notaðar á flugvöllum víða um heim og þannig verður hægt að fylgjast með ferðum barnaníðinga. Spurður hvort gagnagrunnurinn muni koma að gagni við rannsókn á málum barnaníðinga telur Sigurbjörn það tvímælalaust. Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Sjá meira
Dómsmálaráðherrar iðnveldanna skera á alþjóðlegt tengslanet barnaníðinga með því að setja á laggirnar sameiginlegan gagnagrunn með upplýsingum um þá og framleiðendur barnakláms. Lögreglan á Íslandi fagnar þessu framtaki og telur að það muni auðvelda rannsókn slíkra mála hér á landi. Með gagnagrunninum verður hægt að ná í upplýsingar um þekkta barnaníðinga og fylgjast með ferðum þeirra. Einnig verða í grunninum upplýsingar um barnaklám og framleiðendur þess konar efnis. Með gagnagrunninum verður mun auðveldara að fylgjast með barnaklámi á Netinu og þeim sem setja þannig efni þar inn. Nú þegar eru komnar um 300 þúsund myndir af börnum sem hafa verið beitt kynferðisofbeldi við framleiðslu barnakláms í gagnagrunn sem er starfræktur á vegum alþjóðalögreglunnar Interpol, sem sameinast nýja grunninnum. Aðspurður hvaða þýðingu gagnagrunnurinn hafi fyrir íslensk lögregluyfirvöld segir Sigurbjörn Víðir Eggertsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að eriftt sé að segja til um það fyrir fram en öll viðleitni yfirvalda til þess að stöðva þessa brotastarfsemi skipti verulegu máli. Spurður hvort oft þurfi að leita upplýsinga um barnaníðinga erlendis játar Sigurbjörn því. Lögregla starfi með erlendum lögregluyfirvöldum í slíkum málum og eflaust muni gagnagrunnurinn auðvelda leiðina til þess að ná í upplýsingar, en þessi brot virðist ekki eiga sér nein landamæri. Lögregluyfirvöld vita ekki enn hve margir íslenskir barnaníðingar verði skráiðir í hinn alþjóðlega gagnagrunn en það fer meðal annars eftir því hve langt skráningin nær aftur í tímann. Meðal annars verða upplýsingar úr gagnagrunninum notaðar á flugvöllum víða um heim og þannig verður hægt að fylgjast með ferðum barnaníðinga. Spurður hvort gagnagrunnurinn muni koma að gagni við rannsókn á málum barnaníðinga telur Sigurbjörn það tvímælalaust.
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Sjá meira