Innlent

Vilja gagnabanka um barnaníðinga

Dómsmálaráðherrar átta helstu iðnríkja heims styðja einróma hugmynd Interpol um stofnun gagnabanka um þekkta barnaníðinga. Ráðherrarnir funda nú í Sheffield. Þeir hvetja lögreglu í ríkjunum að nýta sér slíkan banka til hins ítrasta. Þá hétu þeir því að legga þrjár milljónir evra til verkefnisins svo lögregla geti komið sér upp fullkomnasta tölvubúnaði sem völ er á í baráttunni við barnaníðinga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×