Innlent

Stálu bíl og kveiktu í honum

Þrjú ungmenni, tveir 17 ára gamlir piltar og 15 ára gömul stúlka, voru hlaupin uppi af lögreglu í Heiðmörk í gærmorgun. Þau voru grunuð um að hafa skemmt fjóra til fimm bíla í Seláshverfi í Reykjavík um nóttina, ásamt því að hafa stolið einum bíl sem þau óku upp í Heiðmörk þar sem þau kveiktu í honum. Lögreglan í Hafnarfirði fékk um klukkan hálf sex í gærmorgun tilkynningu um eld í Heiðmörk og þegar að var gáð fannst bíllinn. Þá sást til bíls sem ekið hafði verið út af veginum og sat fastur í drullu, en ungmennin voru nærri og voru hlaupin uppi. Einn piltur komst undan. Ungmennin voru undir áhrifum og voru látin sofa úr sé í fangaklefa í Hafnarfirði. Lögregla yfirheyrði þau síðdegis og voru þau látin laus eftir að hafa játað á sig glæpina. Búist er við að ungmennin verði látin svara til saka fyrir glæpina. Lögreglan telur sig vita hver fjórði pilturinn var og er hans leitað núna og er málið því enn í rannsókn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×