"Til styrktar góðu málefni" 20. júní 2005 00:01 Björgúlfur hér og Björgúlfur þar, það er ekki flóafriður fyrir honum, hann styrkir bókstaflega allt maðurinn. Landsbankdeildin, Klink og bank, Þjóðleikhúsið og nú síðast á mynd með kvenréttindakonum. Eins gott að maðurinn virðist hinn viðkunnanlegasti annars væri kona orðin svolítið þreytt á þessu öllu saman. Kannski er forsætiráðherrann orðin eitthvað þreyttur því nú ætlar hann með potintátum sínum að smíða lög sem munu gera það að verkum að Björgúlfur og þeir hinir mega ekki lengur að ráða því hvað þeir styrkja, heldur á að búa til sjóð þar sem ríkisstarfsmenn eða vinir og vandamenn ráðherranna sitja og hafa áhrif á hvert styrkirnir fara. Mér finnst Björgúlfi og þeim hinum farast styrkveitingar vel úr hendi og að í þeim efnum megi segja því fleiri því betra. Látum þá hins vegar sjá um sína styrki og ríkið um sína. En þeim sem ráða finnst það náttúrlega ómögulegt að láta Björgúlf ,,gína yfir þessu", að hann einn ráði hvern hann styrkir og hve mikið. Því á að veita fyrirtækjunum skattafslátt sem á að renna í sjóð sem ríkisvaldið ætlar að hafa ítök í þannig á að smygla hinu opinbera að ákvörðunum og sviðsljósinu. Menn virðast sífellt farnir að sjá meira og meira eftir völdunum og sviðsljósinu sem þeir detta út úr þegar ríkið er ekki lengur á bólakafi í öllum hlutum. Og auðvitað á að nota opinbera sjóði til að komast aftur í sviðsljósið - okkar sjóði. Ég lýsi mig algjörlega mótfallna svona fiffum. Fyrirtæki eiga sjálf að ráða sínum sjóðum, ef ríkisvaldið vantar digrari sjóði þá á hreinlega leggja hærri skatta á fyrirtækin, en ekki seilast bakdyramegin í þá vasa frekar en aðra. Ef ríkið vill hvetja fyrirtækin til frekari samfélagsþátttöku með skattaafslætti, þá gerir það það, en fyrirtækin verða sjálf að ákveða hvernig þau ráðstafa sínu fé, hvort heldur skattarnir lækka á móti eða ekki. Er það ekki annars svolítið skondið að forsætisráðherranum hafi ekki dottið það fyrr í hug að þeir ríku eigi styrkja bókmenntir, vísindi og listir ? Hvað er aftur langt síðan útvöldum var gefinn fiskurinn í sjónum og margir urðu vellauðugir fyrir bragðið ? Ekki hafa þeir greifar mikið verið að styrkja einn eða neinn, nema þeir séu þá svona miklu verri auglýsingamenn en þeir sem nú styrkja góð málefni daginn út og inn. Eða getur verið að hugmyndaflugið hjá því opinbera sé ekki meira en svo að þeim hafi ekki dottið þessi ,,skylda", sem þeir svo nefna núna, í hug fyrr enn auðmenn hófu þá iðju að eigin frumkvæði. Kannski þarf kona þó ekki að vera að hissa sig á þessu því þetta er sami forsætisráðherrann og flutti tímamótaræðuna á gamlárskvöld og boðaði stofnun fjölskyldnefndar, rétt eins og hann hefði fundið upp hjólið. Eins og hann hefði aldrei heyrt um fjölmargar áætlanir sem samþykktar hafa verið til að laga fjöskyldulífið að breyttum þjóðfélagsaðstæðum. Ég held að ég hafi heyrt einhvers staðar að gamlárskvöldsnefndin hafi fundað og hyggi nú að skólabúningum, kona á örugglega að þakka sínum sæla fyrir að nefndin telur það brýnasta verkefnið, annars fengjum við kannski tilkynningar um skattaafslátt gegn því að borða ekki annað en lambakjöt á sunnudögum. Það reynir vissulega á menn að vera lengi við völd. Valdið spillir. Það reynir hins vegar kannski meira á menn sem vanir eru að útdeila fríðindum og greiðum úr opinberum sjóðum og bönkum að vera við völd þegar búið er að markaðsvæða. Þá þurfa þeir að þekkja takmörk sín og vara sig á því að hverfa ekki aftur inn í fortíðina og forneskjuna með því að búa til skattaafsláttssjóði sem færa þeim aftur þessi ítök. Allavega væri heiðarlega að ganga hreint til verks og skattleggja fyrirtækin til að ná þessum sjóðum. Væntanlega er skýringin á því að sú leið er ekki farin einfaldlega sú að þeir þora það ekki, þá yrðu þeir ríku kannski fúlir eða jafnvel reiðir og hættu að borga í flokkssjóðina, sem auðvitað er leyndarmál hverjir borga í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Skoðun
Björgúlfur hér og Björgúlfur þar, það er ekki flóafriður fyrir honum, hann styrkir bókstaflega allt maðurinn. Landsbankdeildin, Klink og bank, Þjóðleikhúsið og nú síðast á mynd með kvenréttindakonum. Eins gott að maðurinn virðist hinn viðkunnanlegasti annars væri kona orðin svolítið þreytt á þessu öllu saman. Kannski er forsætiráðherrann orðin eitthvað þreyttur því nú ætlar hann með potintátum sínum að smíða lög sem munu gera það að verkum að Björgúlfur og þeir hinir mega ekki lengur að ráða því hvað þeir styrkja, heldur á að búa til sjóð þar sem ríkisstarfsmenn eða vinir og vandamenn ráðherranna sitja og hafa áhrif á hvert styrkirnir fara. Mér finnst Björgúlfi og þeim hinum farast styrkveitingar vel úr hendi og að í þeim efnum megi segja því fleiri því betra. Látum þá hins vegar sjá um sína styrki og ríkið um sína. En þeim sem ráða finnst það náttúrlega ómögulegt að láta Björgúlf ,,gína yfir þessu", að hann einn ráði hvern hann styrkir og hve mikið. Því á að veita fyrirtækjunum skattafslátt sem á að renna í sjóð sem ríkisvaldið ætlar að hafa ítök í þannig á að smygla hinu opinbera að ákvörðunum og sviðsljósinu. Menn virðast sífellt farnir að sjá meira og meira eftir völdunum og sviðsljósinu sem þeir detta út úr þegar ríkið er ekki lengur á bólakafi í öllum hlutum. Og auðvitað á að nota opinbera sjóði til að komast aftur í sviðsljósið - okkar sjóði. Ég lýsi mig algjörlega mótfallna svona fiffum. Fyrirtæki eiga sjálf að ráða sínum sjóðum, ef ríkisvaldið vantar digrari sjóði þá á hreinlega leggja hærri skatta á fyrirtækin, en ekki seilast bakdyramegin í þá vasa frekar en aðra. Ef ríkið vill hvetja fyrirtækin til frekari samfélagsþátttöku með skattaafslætti, þá gerir það það, en fyrirtækin verða sjálf að ákveða hvernig þau ráðstafa sínu fé, hvort heldur skattarnir lækka á móti eða ekki. Er það ekki annars svolítið skondið að forsætisráðherranum hafi ekki dottið það fyrr í hug að þeir ríku eigi styrkja bókmenntir, vísindi og listir ? Hvað er aftur langt síðan útvöldum var gefinn fiskurinn í sjónum og margir urðu vellauðugir fyrir bragðið ? Ekki hafa þeir greifar mikið verið að styrkja einn eða neinn, nema þeir séu þá svona miklu verri auglýsingamenn en þeir sem nú styrkja góð málefni daginn út og inn. Eða getur verið að hugmyndaflugið hjá því opinbera sé ekki meira en svo að þeim hafi ekki dottið þessi ,,skylda", sem þeir svo nefna núna, í hug fyrr enn auðmenn hófu þá iðju að eigin frumkvæði. Kannski þarf kona þó ekki að vera að hissa sig á þessu því þetta er sami forsætisráðherrann og flutti tímamótaræðuna á gamlárskvöld og boðaði stofnun fjölskyldnefndar, rétt eins og hann hefði fundið upp hjólið. Eins og hann hefði aldrei heyrt um fjölmargar áætlanir sem samþykktar hafa verið til að laga fjöskyldulífið að breyttum þjóðfélagsaðstæðum. Ég held að ég hafi heyrt einhvers staðar að gamlárskvöldsnefndin hafi fundað og hyggi nú að skólabúningum, kona á örugglega að þakka sínum sæla fyrir að nefndin telur það brýnasta verkefnið, annars fengjum við kannski tilkynningar um skattaafslátt gegn því að borða ekki annað en lambakjöt á sunnudögum. Það reynir vissulega á menn að vera lengi við völd. Valdið spillir. Það reynir hins vegar kannski meira á menn sem vanir eru að útdeila fríðindum og greiðum úr opinberum sjóðum og bönkum að vera við völd þegar búið er að markaðsvæða. Þá þurfa þeir að þekkja takmörk sín og vara sig á því að hverfa ekki aftur inn í fortíðina og forneskjuna með því að búa til skattaafsláttssjóði sem færa þeim aftur þessi ítök. Allavega væri heiðarlega að ganga hreint til verks og skattleggja fyrirtækin til að ná þessum sjóðum. Væntanlega er skýringin á því að sú leið er ekki farin einfaldlega sú að þeir þora það ekki, þá yrðu þeir ríku kannski fúlir eða jafnvel reiðir og hættu að borga í flokkssjóðina, sem auðvitað er leyndarmál hverjir borga í.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun