Framlög val fyrirtækja og banka 18. júní 2005 00:01 Það sem fyrirtæki leggja í samfélagsleg verkefni umfram skýrar kröfur og skyldur verður að vera á frjálsum grundvelli og ráðast af vilja einstakra fyrirtækja, segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Forsætisráðherra sagði í ræðu sinni í gær að íslensk fyrirtæki gætu lagt meira af mörkum til að efla nýsköpun og fjölbreytni í atvinnulífinu. Þegar Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra ræddi um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja í þjóðhátíðarávarpi sínu í gær duldist engum að honum finnst þau eiga að leggja meira af mörkum til samfélagsins. Hann sagði til dæmis að fyrirtækjum bæri að nýta hagnað til að byggja upp, það væri eðlilegt að þau tækju þátt í mikilvægum málum á sviði menningar og velferðar og að þeim bæri ekki síst að leggja fram fjármuni til að efla nýsköpun og fjölbreytni í atvinnulífi. Ari segist telja að þetta þurfi að vera á frjálsum grundvelli. Þetta ráðist af því hvað einstök fyrirtæki vilji gera og þau sjái sér sem betur fer hag í því að hafa mikil og jákvæð samskipti við sitt samfélagslega umhverfi. Ari segist þó ekkert hafa við orð ráðherra að athuga í sjálfu sér. Forsætisráðherra nefndi sérstaklega að stærstu fjármálafyrirtæki landsins ættu að láta meira af hendi rakna. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka, segir bankana hafa tekið öflugan þátt í vexti og viðgangi þeirra fyrirtækja sem hvað mest hafa vaxið undanfarið í íslensku atvinnulífi. Auk þess styrkja bankarnir allir ýmis velferðarmál, íþróttir, menntun og menningu og segir Sigurður að framlag KB banka eins nemi hundruðum milljóna króna á ári. Gera má ráð fyrir að hinir bankarnir séu ekki miklir eftirbátar þar. En þá er rétt að hafa í huga að bankarnir hafa hagnast um tugmilljarða króna á ári undanfarin ár. Sigurður segir að sjálfsagt megi alltaf gera betur, en tekur undir með Ara að það verði hvert fyrirtæki að ákveða fyrir sig. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Sjá meira
Það sem fyrirtæki leggja í samfélagsleg verkefni umfram skýrar kröfur og skyldur verður að vera á frjálsum grundvelli og ráðast af vilja einstakra fyrirtækja, segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Forsætisráðherra sagði í ræðu sinni í gær að íslensk fyrirtæki gætu lagt meira af mörkum til að efla nýsköpun og fjölbreytni í atvinnulífinu. Þegar Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra ræddi um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja í þjóðhátíðarávarpi sínu í gær duldist engum að honum finnst þau eiga að leggja meira af mörkum til samfélagsins. Hann sagði til dæmis að fyrirtækjum bæri að nýta hagnað til að byggja upp, það væri eðlilegt að þau tækju þátt í mikilvægum málum á sviði menningar og velferðar og að þeim bæri ekki síst að leggja fram fjármuni til að efla nýsköpun og fjölbreytni í atvinnulífi. Ari segist telja að þetta þurfi að vera á frjálsum grundvelli. Þetta ráðist af því hvað einstök fyrirtæki vilji gera og þau sjái sér sem betur fer hag í því að hafa mikil og jákvæð samskipti við sitt samfélagslega umhverfi. Ari segist þó ekkert hafa við orð ráðherra að athuga í sjálfu sér. Forsætisráðherra nefndi sérstaklega að stærstu fjármálafyrirtæki landsins ættu að láta meira af hendi rakna. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka, segir bankana hafa tekið öflugan þátt í vexti og viðgangi þeirra fyrirtækja sem hvað mest hafa vaxið undanfarið í íslensku atvinnulífi. Auk þess styrkja bankarnir allir ýmis velferðarmál, íþróttir, menntun og menningu og segir Sigurður að framlag KB banka eins nemi hundruðum milljóna króna á ári. Gera má ráð fyrir að hinir bankarnir séu ekki miklir eftirbátar þar. En þá er rétt að hafa í huga að bankarnir hafa hagnast um tugmilljarða króna á ári undanfarin ár. Sigurður segir að sjálfsagt megi alltaf gera betur, en tekur undir með Ara að það verði hvert fyrirtæki að ákveða fyrir sig.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Sjá meira