Innlent

Skýrði ekki frá öllum hlutnum

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra skýrði frá því á blaðamannafundi þriðjudaginn 13. júní, þegar hann kynnti niðurstöður úr skýrslu ríkisendurskoðanda um hæfi Halldórs í bankasölumálinu, að hann og fjölskylda hans hefðu átt fjórðungshlut í Skinney-Þinganesi haustið 2002. Á fimmtudaginn kom fram á fundi fjárlaganefndar að Halldór og fjölskylda hans ættu samtals rúmlega þriðjungshlut í Skinney-Þinganesi, eða 34 prósent. Það er níu prósentum stærri hlutur í Skinney-Þinganesi en Halldór hafði skýrt frá opinberlega því fjölskylda hans á einnig helmingshlut í Ketillaugu ehf. sem átti um 18 prósenta hlut í Skinney-þinganesi. Eignarhlutur fjölskyldu Halldórs í Ketillaugu samsvara því níu prósenta hlut í Skinney-Þinganesi til viðbótar við 25 prósenta hlutinn sem Halldór hefur þegar skýrt frá. Í skýrslu ríkisendurskoðanda kom fram að Halldór og fjölskylda hans ættu 25 prósenta hlut í Skinney-Þinganesi. Ekki var minnst á hlut þeirra í Ketillaugu. Orðrétt sagði Halldór á blaðamannafundinum síðastliðinn mánudag: "Eignarhlutir mínir [í Skinney-Þinganesi] og þeirra sem eru skyldir mér eru rétt um það bil 1/4, eða liðlega 25 prósent."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×