Innlent

Ómálefnalegur dómur segir lögmaður

Tveir erlendir starfsmenn ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo við Kárahnjúka voru dæmdir í gær í Héraðsdómi Austurlands til greiðslu 50 þúsund króna sektar auk sakarkostnaðar hvor fyrir að hafa starfað hér að löggiltri iðngrein án viðurkenningar á starfsréttindum. Annar var verkstjóri smíðaverkstæðis og hinn verkstjóri í rafmagnsdeild. Þórarinn V. Þórarinsson, lögmaður mannanna, bjóst við áfrýjun til Hæstaréttar. Hann segir erlendum iðnaðarmönnum nánast gert ómögulegt að fá viðurkennd starfsréttindi hér og benti á að annar maðurinn hafi í rúm 30 ár starfað sem rafvirki á Ítalíu og í Kanada. "Hann hefur hins vegar hvorki starfað sem stjórnandi fyrirtækis eða sem sjálfstætt starfandi aðili, en samkvæmt íslensku reglunum þarf hann að hafa starfað sem slíkur í að minnsta kosti þrjú ár. Þetta er ómálefnalegt og í andstöðu við grundvallarreglur Evrópuréttarins," sagði Þórarinn og taldi að þessi brotalöm ein hefði átt að nægja til sýknudóms yfir mönnunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×