Innlent

Sakfelldir fyrir skattsvik

Fjórir menn voru í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdir fyrir að standa ekki skil á tugmilljónum króna í virðisaukaskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda. Þrír menn úr Landssímamálinu voru sakfelldir en einn þeirra, Sveinbjörn Kristjánsson, var sýknaður af ákærum. Fimm menn sættu ákæru vegna málsins og voru fjórir þeirra dæmdir til sektargreiðslu. Árni Þór Vigfússon hlaut 8,6 milljóna króna sekt, en verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna kemur fimm mánaða fangelsi hennar í stað. Kristján Ragnar Kristjánsson var dæmdur til greiðslu 65,8 milljóna króna sekta og kemur eins árs fangelsi í hennar stað verði hún ekki greidd innan sama tíma. Ragnar Orri Benediktsson var sektaður um 15,2 milljónir og verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna þarf hann að afplána átta mánaða fangelsi. Þá var fyrrverandi framkvæmdastjóri Japis dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, og til greiðslu sjö milljóna króna innan fjögurra vikna. Sveinbjörn Kristjánsson sem sætti tveimur ákærum var hins vegar sýknaður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×