Pólitískur kattaþvottur 14. júní 2005 00:01 Forystumenn stjórnarandstöðunnar ætla að ræða saman í dag um viðbrögð við niðurstöðu Ríkisendurskoðunar í bankamálinu. Málið er ekki á dagskrá fjárlaganefndar Alþingis sem fundaði á hádegi. Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar, segir ekkert athugavert við það að forsætisráðherra hafi kynnt skýrsluna áður en hún var rædd í nefndinni. Hart hafi verið sótt að honum í málinu. Þingmaður Vinstri-grænna furðar sig á yfirlýsingum formannsins. Magnús segir að niðurstaða Ríkisendurskoðunar um hæfi forsætisráðherra til að koma að einkavæðingu Búnaðarbankans sýni að málflutningur stjórnarandstöðunnar hafi verið ómálefnalegur og innistæðulaus með öllu. Hann segist alltaf hafa vitað að ráðherrann hafi verið í veikindaleyfi á þeim tíma sem fram kemur í skýrslunni og tók því ekki þátt í ákvörðunum í málinu. „Mér finnst málflutningur stjórnarandstöðunnar hafa verið mjög sérkennilegur í þessu máli,“ segir Magnús. „Það hefur verið gengið mjög harrt fram gegn forsætisráðherranum um að hann hafi verið vanhæfur í sínum störfum sem auðvitað kemur í ljós að er ekki ... (Stjórnarandstöðuþingmenn) hrekjast endalaust undan rökum sem fram koma í málinu. Nú er það nýjasta að þeir eru farnir að beina spjótum sínum að Ríkisendurskoðun sem er undirstofnun Alþingis og ég tel því miður að stjórnarandstaðan sé mjög villu vegar í þessu máli,“ segir Magnús. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, segir að menn séu að verða vitni að pólitískum kattaþvotti sem sé að verða regla fremur en undantekning í íslenskum stjórnmálum. Aðkoma Ríkisendurskoðanda að málinu sé nokkuð undarleg og mjög mótsagnakennd. Að eigin sögn hafi Ríkisendurskoðandi haft frumkvæðið sjálfur að því að kanna hæfi forsætisráðherra í málinu. Svo hvítþvoi hann ráðherrann og segist jafnframt ekki hafa umboð til að kveða upp úr um hæfi eða vanhæfi hans á lagalegum forsendum. „Hvað snýr upp og niður í þessu máli er vandséð en hitt er augljóst, að það skuli gerast, að sá ráðherra sem rannsókn eða athugun beinist gegn skuli sjálfur boða til fréttamannafundar til að lesa valda kafla upp úr minnisblaði rannsakenda. Þetta eru vinnubrögð sem eru fáheyrð,“ segir Ögmundur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Fleiri fréttir Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Sjá meira
Forystumenn stjórnarandstöðunnar ætla að ræða saman í dag um viðbrögð við niðurstöðu Ríkisendurskoðunar í bankamálinu. Málið er ekki á dagskrá fjárlaganefndar Alþingis sem fundaði á hádegi. Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar, segir ekkert athugavert við það að forsætisráðherra hafi kynnt skýrsluna áður en hún var rædd í nefndinni. Hart hafi verið sótt að honum í málinu. Þingmaður Vinstri-grænna furðar sig á yfirlýsingum formannsins. Magnús segir að niðurstaða Ríkisendurskoðunar um hæfi forsætisráðherra til að koma að einkavæðingu Búnaðarbankans sýni að málflutningur stjórnarandstöðunnar hafi verið ómálefnalegur og innistæðulaus með öllu. Hann segist alltaf hafa vitað að ráðherrann hafi verið í veikindaleyfi á þeim tíma sem fram kemur í skýrslunni og tók því ekki þátt í ákvörðunum í málinu. „Mér finnst málflutningur stjórnarandstöðunnar hafa verið mjög sérkennilegur í þessu máli,“ segir Magnús. „Það hefur verið gengið mjög harrt fram gegn forsætisráðherranum um að hann hafi verið vanhæfur í sínum störfum sem auðvitað kemur í ljós að er ekki ... (Stjórnarandstöðuþingmenn) hrekjast endalaust undan rökum sem fram koma í málinu. Nú er það nýjasta að þeir eru farnir að beina spjótum sínum að Ríkisendurskoðun sem er undirstofnun Alþingis og ég tel því miður að stjórnarandstaðan sé mjög villu vegar í þessu máli,“ segir Magnús. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, segir að menn séu að verða vitni að pólitískum kattaþvotti sem sé að verða regla fremur en undantekning í íslenskum stjórnmálum. Aðkoma Ríkisendurskoðanda að málinu sé nokkuð undarleg og mjög mótsagnakennd. Að eigin sögn hafi Ríkisendurskoðandi haft frumkvæðið sjálfur að því að kanna hæfi forsætisráðherra í málinu. Svo hvítþvoi hann ráðherrann og segist jafnframt ekki hafa umboð til að kveða upp úr um hæfi eða vanhæfi hans á lagalegum forsendum. „Hvað snýr upp og niður í þessu máli er vandséð en hitt er augljóst, að það skuli gerast, að sá ráðherra sem rannsókn eða athugun beinist gegn skuli sjálfur boða til fréttamannafundar til að lesa valda kafla upp úr minnisblaði rannsakenda. Þetta eru vinnubrögð sem eru fáheyrð,“ segir Ögmundur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Fleiri fréttir Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Sjá meira