Titian og tvíæringurinn í Feneyjum 14. júní 2005 00:01 Las í Guardian grein eftir gagnrýnanda sem talaði um að bienalinn í Feneyjum höfðaði bara til svokallaðra "listvina" – það væri óhugsandi að almenningur hefði áhuga á þessu. Rétt er það – nútímalist virkar eins og rúnk í mjög þröngum hópi. Gagnrýnandinn sagði að þetta virkaði sérlega pínlegt í Feneyjum, innan um alla listina þar. Helsti listamaður borgarinnar væri Titian, snillingur sem hefði sannarlega gert myndir sem höfðuðu til alþýðu manna og höfðu mikið notagildi. Hann lagði til að tvíæringurinn yrði færður til Mílanó svo samanburðurinn væri ekki svona ójafn. Vinur minn sem er listasnobb var annars í Feneyjum um daginn. Sagði að þar hefði verið stór hópur glaðra Íslendinga að fylgja Gabríelu Friðriksdóttur á bienalinn – meðal annars sjálf Björk. --- --- --- Þetta sendiherradæmi virðist fyrst og fremst bera vott um gráan húmor utanríkisráðherrans. Manni finnst eins og honum hafi þótt þetta fjarskalega sniðug flétta hjá sér. Þarna er gerð að sendiherra Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, gömul bandakona Ingibjargar Sólrúnar sem tók sinnaskiptum og gekk í Flokkinn. Erfitt fyrir hinn nýja formann Samfylkingarinnar að gagnrýna það. Svo er dubbaður upp Guðmundur Árni Stefánsson, sjálfsagt vegna stuðningsins við eftirlaunafrumvarpið. Aðallega þó vegna þess að hann er barasta í klíkunni. Varla getur Samfylkingin gagnrýnt það heldur. Svo fær að fljóta með Markús Örn Antonsson sem er núorðið rúinn öllu trausti á vinnustað sínum. Getur varla gengið þar um gangana lengur Svona er fyllist utanríkisþjónustan af aflóga pólítísku liði. Þorsteinn Pálsson, Tómasi Ingi Olrich, Kjartaan Jóhannsson, Svavar Gestsson, Eiður Guðnason og Júlíus Hafstein eru þar fyrir. Líklega gleymi ég einhverjum. Ein réttlætingin fyrir Evrópusambandinu er að hjá aðiladarþjóðunum er svona mönnum einfaldlega skutlað til Brussel og þeir geymdir þar. Hér gerir stór hluti sendiherranna ekki annað en að mæla göturnar í Reykjavík – það bráðvantar fleiri sendiráð fyrir þá. --- --- --- Hver á annars að taka við af Markúsi Erni? Einhverjar kenningar? --- --- --- Sverrir Jakobsson skrifar enn eina grein á Múrinn þar sem hann ávítar mig fyrir að fjalla um glæpi kommúnismans – síðast fannst honum ótímabært að ég skyldi skrifa um Maó Tse Tung. Mér er það ráðgáta hversu miklum óþægindum þessi skrif valda honum og félaga hans Stefáni Pálssyni. Sverrir vill fremur ræða um "helför kapítalismans". Vandinn er bara sá að þar sem markaðsbúskapur kemst á fara lífskjörin yfirleitt batnandi. Það væri til dæmis athugandi fyrir Sverri að lesa nýútkomna bók um Norður-Kóreu eftir Jasper Becker. Um hana er fjallað í nýjasta hefti The Economist. Þar eru skelfilegar lýsingar á því hvernig þegnarnir hafa verið sveltir og myrtir í milljónatali, um stöðuga hungursneyð sem þar ríkir, um hið norður-kóreska gúlag sem starfar meðan furðufyrirbærið Kim Joung Il lifir á pizzum – lætur meira að segja fljúga með sérstaka pizzugerðarmenn til sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Las í Guardian grein eftir gagnrýnanda sem talaði um að bienalinn í Feneyjum höfðaði bara til svokallaðra "listvina" – það væri óhugsandi að almenningur hefði áhuga á þessu. Rétt er það – nútímalist virkar eins og rúnk í mjög þröngum hópi. Gagnrýnandinn sagði að þetta virkaði sérlega pínlegt í Feneyjum, innan um alla listina þar. Helsti listamaður borgarinnar væri Titian, snillingur sem hefði sannarlega gert myndir sem höfðuðu til alþýðu manna og höfðu mikið notagildi. Hann lagði til að tvíæringurinn yrði færður til Mílanó svo samanburðurinn væri ekki svona ójafn. Vinur minn sem er listasnobb var annars í Feneyjum um daginn. Sagði að þar hefði verið stór hópur glaðra Íslendinga að fylgja Gabríelu Friðriksdóttur á bienalinn – meðal annars sjálf Björk. --- --- --- Þetta sendiherradæmi virðist fyrst og fremst bera vott um gráan húmor utanríkisráðherrans. Manni finnst eins og honum hafi þótt þetta fjarskalega sniðug flétta hjá sér. Þarna er gerð að sendiherra Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, gömul bandakona Ingibjargar Sólrúnar sem tók sinnaskiptum og gekk í Flokkinn. Erfitt fyrir hinn nýja formann Samfylkingarinnar að gagnrýna það. Svo er dubbaður upp Guðmundur Árni Stefánsson, sjálfsagt vegna stuðningsins við eftirlaunafrumvarpið. Aðallega þó vegna þess að hann er barasta í klíkunni. Varla getur Samfylkingin gagnrýnt það heldur. Svo fær að fljóta með Markús Örn Antonsson sem er núorðið rúinn öllu trausti á vinnustað sínum. Getur varla gengið þar um gangana lengur Svona er fyllist utanríkisþjónustan af aflóga pólítísku liði. Þorsteinn Pálsson, Tómasi Ingi Olrich, Kjartaan Jóhannsson, Svavar Gestsson, Eiður Guðnason og Júlíus Hafstein eru þar fyrir. Líklega gleymi ég einhverjum. Ein réttlætingin fyrir Evrópusambandinu er að hjá aðiladarþjóðunum er svona mönnum einfaldlega skutlað til Brussel og þeir geymdir þar. Hér gerir stór hluti sendiherranna ekki annað en að mæla göturnar í Reykjavík – það bráðvantar fleiri sendiráð fyrir þá. --- --- --- Hver á annars að taka við af Markúsi Erni? Einhverjar kenningar? --- --- --- Sverrir Jakobsson skrifar enn eina grein á Múrinn þar sem hann ávítar mig fyrir að fjalla um glæpi kommúnismans – síðast fannst honum ótímabært að ég skyldi skrifa um Maó Tse Tung. Mér er það ráðgáta hversu miklum óþægindum þessi skrif valda honum og félaga hans Stefáni Pálssyni. Sverrir vill fremur ræða um "helför kapítalismans". Vandinn er bara sá að þar sem markaðsbúskapur kemst á fara lífskjörin yfirleitt batnandi. Það væri til dæmis athugandi fyrir Sverri að lesa nýútkomna bók um Norður-Kóreu eftir Jasper Becker. Um hana er fjallað í nýjasta hefti The Economist. Þar eru skelfilegar lýsingar á því hvernig þegnarnir hafa verið sveltir og myrtir í milljónatali, um stöðuga hungursneyð sem þar ríkir, um hið norður-kóreska gúlag sem starfar meðan furðufyrirbærið Kim Joung Il lifir á pizzum – lætur meira að segja fljúga með sérstaka pizzugerðarmenn til sín.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun