Halldór ekki vanhæfur 13. júní 2005 00:01 Ríkisendurskoðun segir hugleiðingarnar um óhæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra í sölu ríkisbankanna í raun óþarfar því hann hafi verið í veikindaleyfi þegar gengið var frá sölunni. Ráðherrann var í veikindaleyfi frá miðjum október fram í seinni hluta nóvember árið 2002. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem var boðaður í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan fimm þar sem Halldór skýrði frá niðurstöðu Ríkisendurskoðunar sem rannsakaði hvort hann hefði verið hæfur eða vanhæfur til að taka þátt í sölu ríkisbankanna sem ráðherra vegna tengsla sinna við fyrirtækið Hesteyri sem var að hálfu í eigu fjölskyldufyrirtækis Halldórs. Ríkisendurskoðandi ætlaði fyrst að afhenda fjárlaganefnd niðurstöðuna en hún fundar rétt fyrir hádegi á morgun. Skýrslan hefur ekki verið send fjölmiðlum. Í skýrslunni segir, í stuttu máli, að Halldór hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um bankasöluna á sínum tíma. Þegar leggja þurfi mat á það hvort hann hafi verið vanhæfur til setu í ráðherranefndinni verði að líta heilstætt á málið. Annars vegar sé til þess að taka að eignarhluti Haldórs í Skinney Þinganes hf. var aðeins 1,33% og hlutur venslafólks hans svaraði til u.þ.b. fjórðungs hlutafjár í félaginu. „Jafnframt voru hagsmunir Halldórs og venslafólks hans vegna óbeins hlutar í hinum selda hlut ríkisins í Búnaðarbankanum til S-hópsins, í gegnum eignaraðild þeirra í Skinney Þinganesi hf., óverulegir miðað við umfang viðskiptanna. Hins vegar verður við matið á hugsanlegu vanhæfi að horfa til þess að lögformleg staða ráðherranefndarinnar er óljós, svo og eðli þeirra ákvarðana sem hún tekur,“ segir í skýrslunni samkvæmt því sem forsætisráðherra las fyrir fjölmiðlamenn. Halldór sagði að í niðurstöðum Ríkisendurskoðanda kæmi fram að það væri í raun óþarft að velta fyrir sér hæfi hans því hann hefði ekki tekið þátt í störfum ráðherranefndarinnar á því tímabili sem einhverjar ákvarðanir voru teknar. Hann var í veikindfríi frá 14. október til 26. nóvember 2002. Það er augljóst að forsætisráðherra hefur tekið umræðuna mjög nærri sér og persónulega. Hann sagðist aldrei hafa verið í vafa um hæfi sitt í málinu og að honum hafi sárnað sú umfjöllun sem átt hafi sér stað sl. daga og vikur. Það sé ný reynsla fyrir sig að vera sakaður um óheiðarleika eins og átt hafi sér stað undanfarið. „Ég er ýmsu vanur í stjórnmálum en ég ætlast til þess að fjölskylda mín sé látin í friði,“ sagði Halldór. Aðspurður hvort ekki hefði verið rétt að skýra frá þessum tengslum opinberlega, burtséð frá mati Ríkisendurskoðanda, til að forðast umræðu af þessu tagi, sagði Halldór að „það gæti vel verið“ en út af fyrir sig reyndi aldrei á það því hann hafi „aldrei tekið þátt í þessu“. Halldór kvaðst vænta þess að stjórnarandstaðan sætti sig við niðurstöðu Ríkisendurskoðunar. Alþingi hljóti nefnilega að treysta sinni eftirlitsstofnun. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Ríkisendurskoðun segir hugleiðingarnar um óhæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra í sölu ríkisbankanna í raun óþarfar því hann hafi verið í veikindaleyfi þegar gengið var frá sölunni. Ráðherrann var í veikindaleyfi frá miðjum október fram í seinni hluta nóvember árið 2002. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem var boðaður í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan fimm þar sem Halldór skýrði frá niðurstöðu Ríkisendurskoðunar sem rannsakaði hvort hann hefði verið hæfur eða vanhæfur til að taka þátt í sölu ríkisbankanna sem ráðherra vegna tengsla sinna við fyrirtækið Hesteyri sem var að hálfu í eigu fjölskyldufyrirtækis Halldórs. Ríkisendurskoðandi ætlaði fyrst að afhenda fjárlaganefnd niðurstöðuna en hún fundar rétt fyrir hádegi á morgun. Skýrslan hefur ekki verið send fjölmiðlum. Í skýrslunni segir, í stuttu máli, að Halldór hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um bankasöluna á sínum tíma. Þegar leggja þurfi mat á það hvort hann hafi verið vanhæfur til setu í ráðherranefndinni verði að líta heilstætt á málið. Annars vegar sé til þess að taka að eignarhluti Haldórs í Skinney Þinganes hf. var aðeins 1,33% og hlutur venslafólks hans svaraði til u.þ.b. fjórðungs hlutafjár í félaginu. „Jafnframt voru hagsmunir Halldórs og venslafólks hans vegna óbeins hlutar í hinum selda hlut ríkisins í Búnaðarbankanum til S-hópsins, í gegnum eignaraðild þeirra í Skinney Þinganesi hf., óverulegir miðað við umfang viðskiptanna. Hins vegar verður við matið á hugsanlegu vanhæfi að horfa til þess að lögformleg staða ráðherranefndarinnar er óljós, svo og eðli þeirra ákvarðana sem hún tekur,“ segir í skýrslunni samkvæmt því sem forsætisráðherra las fyrir fjölmiðlamenn. Halldór sagði að í niðurstöðum Ríkisendurskoðanda kæmi fram að það væri í raun óþarft að velta fyrir sér hæfi hans því hann hefði ekki tekið þátt í störfum ráðherranefndarinnar á því tímabili sem einhverjar ákvarðanir voru teknar. Hann var í veikindfríi frá 14. október til 26. nóvember 2002. Það er augljóst að forsætisráðherra hefur tekið umræðuna mjög nærri sér og persónulega. Hann sagðist aldrei hafa verið í vafa um hæfi sitt í málinu og að honum hafi sárnað sú umfjöllun sem átt hafi sér stað sl. daga og vikur. Það sé ný reynsla fyrir sig að vera sakaður um óheiðarleika eins og átt hafi sér stað undanfarið. „Ég er ýmsu vanur í stjórnmálum en ég ætlast til þess að fjölskylda mín sé látin í friði,“ sagði Halldór. Aðspurður hvort ekki hefði verið rétt að skýra frá þessum tengslum opinberlega, burtséð frá mati Ríkisendurskoðanda, til að forðast umræðu af þessu tagi, sagði Halldór að „það gæti vel verið“ en út af fyrir sig reyndi aldrei á það því hann hafi „aldrei tekið þátt í þessu“. Halldór kvaðst vænta þess að stjórnarandstaðan sætti sig við niðurstöðu Ríkisendurskoðunar. Alþingi hljóti nefnilega að treysta sinni eftirlitsstofnun.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira