Innlent

Stórskemmdu lögreglubíl

Fjórir karlar og ein kona réðust í nótt á lögreglumenn í Hafnarfirði og stórskemmdu lögreglubifreið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var árásin gerð um klukkan fjögur í nótt. Tveir óeinkennisklæddir lögreglumenn voru á ómerktri bifreið, sem notuð er til eftirlits. Lögreglubifreiðinni var ekið út í kant á Hverfisgötu til að hleypa bifreið, sem ekið hafði verið á eftir bíl lögreglumannanna um skeið, fram hjá. Við það stöðvaði ökumaður bílsins sína bifreið og réðust þeir sem í bílnum voru skyndilega á bíl lögreglumannanna. Hliðarrúður í lögreglubílnum báðum megin voru brotnar, skemmdir unnar á vélarhlif og víðar. Samkvæmt lögreglunni virðist sem markmiðið með árásinni hafi verið að ná til lögreglumannanna. Lögreglumennirnir náðu að handtaka tvo árásarmannanna, karlmann á þrítugsaldri og tæplega tvítugan pilt. Þeir eru nú í haldi lögreglunnar og bíða yfirheyrslu en þremeninganna er leitað. Rannsókn málsins er í gangi en að sögn lögreglu er ekki hægt að segja með vissu hvert tilefni árársarinnar var.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×