Stefnan að hafa álverið á Húsavík 8. júní 2005 00:01 Iðnaðarráðuneytið hefur sett stefnuna á Húsavík við undirbúning álvers á Norðurlandi og miðast vinna við val virkjanakosta nú við þá staðsetningu. Gert er ráð fyrir að jarðgufuvirkjanir í innan við fimmtíu kílómetra fjarlægð frá Húsavík geti annað raforkuþörf meðalstórs álvers. Straumhvörf urðu í umræðunni um staðarval álvers á Norðurlandi þegar bæjarstjórinn á Akureyri lýsti því yfir í síðasta mánuði að Húsavík ætti að verða fyrsti kostur. Í framhaldi af því sagði Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra eðlilegt að horft væri fyrst til Húsavíkur vegna mikillar orku sem finnst í Þingeyjarsýslu. Helgi Bjarnason, skrifstofustjóri í iðnaðarráðuneyti, staðfesti í dag að undirbúningsvinna á vegum ráðuneytisins vegna virkjanakosta og annarra þátta miðist nú við álver við Húsavík. Athyglisvert er að Krafla er sú virkjun sem ætlunin er að standi straum af stærstum hluta þeirrar orku sem þarf til að reka álver við Húsavík því hugmyndin er að stækka hana verulega. Þannig er áformað að stækka núverand Kröfluvirkjun um 100 megavött og ná öðrum 80 megavöttum til viðbótar með „Kröflu tvö“ á svokölluðu vestursvæði. Þetta þýddi fjórföldun Kröfluvirkjunar en hún er í dag 60 megavött og færi upp í 240 megavött. Þá er áformað að virkja 80 megavött í Bjarnarflagi og önnur 80 megavött við Þeistareyki. Þessar jarðgufuvirkjanir duga fyrir allt að 150 þúsund tonna álver en til samanburðar má geta þess að álver Norðuráls á Grundartanga er nú 90 þúsund tonn. Líklegt þykir að stefnt verði að enn stærra álveri við Húsavík en þá er horft til vatnsaflsvirkjunar við Hrafnabjörg í Skjálfandafljóti, skammt frá Aldeyjarfossi. Með þeirri virkjun er áætlað að raforkuframleiðsla dugi fyrir allt að 240 þúsund tonna álver. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Fleiri fréttir Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Sjá meira
Iðnaðarráðuneytið hefur sett stefnuna á Húsavík við undirbúning álvers á Norðurlandi og miðast vinna við val virkjanakosta nú við þá staðsetningu. Gert er ráð fyrir að jarðgufuvirkjanir í innan við fimmtíu kílómetra fjarlægð frá Húsavík geti annað raforkuþörf meðalstórs álvers. Straumhvörf urðu í umræðunni um staðarval álvers á Norðurlandi þegar bæjarstjórinn á Akureyri lýsti því yfir í síðasta mánuði að Húsavík ætti að verða fyrsti kostur. Í framhaldi af því sagði Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra eðlilegt að horft væri fyrst til Húsavíkur vegna mikillar orku sem finnst í Þingeyjarsýslu. Helgi Bjarnason, skrifstofustjóri í iðnaðarráðuneyti, staðfesti í dag að undirbúningsvinna á vegum ráðuneytisins vegna virkjanakosta og annarra þátta miðist nú við álver við Húsavík. Athyglisvert er að Krafla er sú virkjun sem ætlunin er að standi straum af stærstum hluta þeirrar orku sem þarf til að reka álver við Húsavík því hugmyndin er að stækka hana verulega. Þannig er áformað að stækka núverand Kröfluvirkjun um 100 megavött og ná öðrum 80 megavöttum til viðbótar með „Kröflu tvö“ á svokölluðu vestursvæði. Þetta þýddi fjórföldun Kröfluvirkjunar en hún er í dag 60 megavött og færi upp í 240 megavött. Þá er áformað að virkja 80 megavött í Bjarnarflagi og önnur 80 megavött við Þeistareyki. Þessar jarðgufuvirkjanir duga fyrir allt að 150 þúsund tonna álver en til samanburðar má geta þess að álver Norðuráls á Grundartanga er nú 90 þúsund tonn. Líklegt þykir að stefnt verði að enn stærra álveri við Húsavík en þá er horft til vatnsaflsvirkjunar við Hrafnabjörg í Skjálfandafljóti, skammt frá Aldeyjarfossi. Með þeirri virkjun er áætlað að raforkuframleiðsla dugi fyrir allt að 240 þúsund tonna álver.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Fleiri fréttir Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Sjá meira