Gæti orðið erfitt að slá Einar út 7. júní 2005 00:01 Það vakti athygli að þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sinn fyrsta sigur á fullskipuðu liði Svía í tæp sautján ár gerði liðið það án Ólafs Stefánssonar, sem sat uppi í stúku og horfði á félaga sína eiga góðan leik og yfirbuga gömlu Svíagrýluna. Ólafur var ánægður með leikinn og það að liðið skyldi spjara sig án hans. „Það var tilgangurinn," sagði Ólafur af sínu þjóðþekkta lítillæti en hann hefur leikið ellefu landsleiki gegn Svíum á ferlinum og hefur Ísland tapað þeim öllum. „Kollegi minn, Einar Holmgeirsson, spilaði frábærlega og það gæti orðið erfitt fyrir mig að vinna aftur mína stöðu. 6:0 vörnin í seinni hálfleik var líka góð og mér leist vel á það og eins það að spila með tvo línumenn. Sóknarleikurinn var líka fínn og þetta gekk mjög vel," sagði Ólafur þegar Fréttablaðið hitti á hann eftir leik en Einar Hólmgeirsson átti stórleik í hægri skyttunni og skoraði 9 mörk úr aðeins 12 skotum. Einar hefur skorað 33 mörk og nýtt 63% skota sinna í fjórum síðustu leikjum án Ólafs og það er því spennandi tvíeyki sem landsliðsþjálfarinn Viggó Sigurðsson getur teflt fram á næstunni. Ólafur Stefánsson hefur ekki spilað með landsliðinu síðan á Heimsmeistaramótinu í Túnis en hann kom ekki strax til móts við landsliðið að þessu sinni þar sem hann tók þátt í kveðjuleik fyrir Talant Dujshebaev um helgina. ÓIafur er klár í næstu leiki og spilar með í seinni leiknum gegn Svíum á Akureyri í kvöld. „Skrokkurinn er í fínu standi og ég verð með í leiknum fyrir norðan enda vona ég að það verði ekki fleiri setur uppi í stúku hjá mér," sagði Ólafur en leikurinn fer fram í KA-húsinu og hefst klukkan 20. Íslenski handboltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Það vakti athygli að þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sinn fyrsta sigur á fullskipuðu liði Svía í tæp sautján ár gerði liðið það án Ólafs Stefánssonar, sem sat uppi í stúku og horfði á félaga sína eiga góðan leik og yfirbuga gömlu Svíagrýluna. Ólafur var ánægður með leikinn og það að liðið skyldi spjara sig án hans. „Það var tilgangurinn," sagði Ólafur af sínu þjóðþekkta lítillæti en hann hefur leikið ellefu landsleiki gegn Svíum á ferlinum og hefur Ísland tapað þeim öllum. „Kollegi minn, Einar Holmgeirsson, spilaði frábærlega og það gæti orðið erfitt fyrir mig að vinna aftur mína stöðu. 6:0 vörnin í seinni hálfleik var líka góð og mér leist vel á það og eins það að spila með tvo línumenn. Sóknarleikurinn var líka fínn og þetta gekk mjög vel," sagði Ólafur þegar Fréttablaðið hitti á hann eftir leik en Einar Hólmgeirsson átti stórleik í hægri skyttunni og skoraði 9 mörk úr aðeins 12 skotum. Einar hefur skorað 33 mörk og nýtt 63% skota sinna í fjórum síðustu leikjum án Ólafs og það er því spennandi tvíeyki sem landsliðsþjálfarinn Viggó Sigurðsson getur teflt fram á næstunni. Ólafur Stefánsson hefur ekki spilað með landsliðinu síðan á Heimsmeistaramótinu í Túnis en hann kom ekki strax til móts við landsliðið að þessu sinni þar sem hann tók þátt í kveðjuleik fyrir Talant Dujshebaev um helgina. ÓIafur er klár í næstu leiki og spilar með í seinni leiknum gegn Svíum á Akureyri í kvöld. „Skrokkurinn er í fínu standi og ég verð með í leiknum fyrir norðan enda vona ég að það verði ekki fleiri setur uppi í stúku hjá mér," sagði Ólafur en leikurinn fer fram í KA-húsinu og hefst klukkan 20.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira