Innlent

Undrast aðgerðaleysi stjórnvalda

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitastjóri í Raufarhafnarhreppi, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með lítinn stuðning stjórnvalda, sem vilyrði var gefið fyrir þegar staðurinn gekk í gegnum mikla erfiðleika. "Ég hélt að það væri meira kjöt á þessum beinum ríkisstjórnarinnar, því það hefur ekki farið mikið fyrir þeim stuðningi sem talað var um". Staða Raufarhafnar hefur batnað mikið, en að sögn Guðnýar ber að þakka því aðgerðum sem sveitstjórnin sjálf hefur gripið til. Væntingar sem gerðar hafi verið til nefndar sem skipuð var Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hafi verið miklar og því vonbrigði að henni hafi ekki tekist að koma hlutum í framkvæmd. "Nefndin hefur vafalaust lagt sig alla fram en einhverra hluta vegna höfum við ekki orðið var við að árangur hafi sé mikill að hennar störfum," sagði Guðný.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×