Fimm menn ákærðir vegna banaslyss 7. júní 2005 00:01 Fimm menn, sem allir störfuðu við framkvæmdirnar á Kárahnjúkasvæðinu, hafa verið kærðir fyrir brot á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, þann 15. mars í fyrra er ungur maður lést í vinnuslysi þegar tæplega fjörtíu kílóa þungt grjót hrundi ofan á hann úr hlíð Hafrahvammsgljúfurs. Einum mannanna, þáverandi framkvæmdastjóra verktakafyrirtækisins Arnarfells, er gefið að sök að hafa vanrækt skyldu til að bregðast við bráðri hættu á heilsutjóni eða vinnuslysum, með því að senda tvo starfsmenn til vinnu í Hafrahvammsgljúfri, þó honum hafi verið kunnugt um mikla hættu á grjóthruni vegna vaxandi lofthita á svæðinu dagana á undan. Starfsmennirnir tveir voru að merkja fyrir borun við bergvegginn þegar slysið varð. Fá fordæmi eru fyrir því hér á landi að starfsmenn fyrirtækja séu dæmdir til refsiábyrgðar fyrir brot af þessu tagi. Oftast nær eru fyrirtæki dæmd til greiðslu skaðabóta, án þess að starfsmenn séu dæmdir sérstaklega fyrir þeirra þátt. Að sögn Helga Jenssonar, sýslufulltrúa á Seyðisfirði, sem fer með málið fyrir hönd ríkissaksóknara, er hugsanlegt að málið verði fordæmisgefandi. "Það hafa ekki fallið margir dómar í hliðstæðum málum og þessum, í rauninni sárafáir. Mér er kunnugt um vinnuslys í Reykjavík þar sem einstaklingar voru dæmdir til refsiábyrgðar, en það er þó ekki efnislega eins og þetta mál og því verður þetta mál örugglega fordæmisgefandi að einhverju leyti". Tveir hina ákærðu voru starfsmenn eftirlitsfyrirtækis á vegum Landsvirkjunar þegar slysið varð, einn var framkvæmdastjóri undirverktaka Impregilo, Arnarfells, sem hinn látni starfaði hjá, og einn var yfirmaður eftirlits- og heilbrigðismála hjá Impregilo. Ef hinir ákærðu verða fundnir sekir um fyrrnefnd brot er einungis hægt að dæma þá til greiðslu sekta þar sem refsiramminn fyrir brot sem þessi gerir ekki ráð fyrir öðrum refsingum en sektum. Einum hinna ákærðu hafa ekki verið birtar ákærurnar þar sem hann var staddur erlendis þegar málið var þingfest í gærmorgun. Ákærðu neita allir sök og því fer málið í aðalmeðferð. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Fimm menn, sem allir störfuðu við framkvæmdirnar á Kárahnjúkasvæðinu, hafa verið kærðir fyrir brot á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, þann 15. mars í fyrra er ungur maður lést í vinnuslysi þegar tæplega fjörtíu kílóa þungt grjót hrundi ofan á hann úr hlíð Hafrahvammsgljúfurs. Einum mannanna, þáverandi framkvæmdastjóra verktakafyrirtækisins Arnarfells, er gefið að sök að hafa vanrækt skyldu til að bregðast við bráðri hættu á heilsutjóni eða vinnuslysum, með því að senda tvo starfsmenn til vinnu í Hafrahvammsgljúfri, þó honum hafi verið kunnugt um mikla hættu á grjóthruni vegna vaxandi lofthita á svæðinu dagana á undan. Starfsmennirnir tveir voru að merkja fyrir borun við bergvegginn þegar slysið varð. Fá fordæmi eru fyrir því hér á landi að starfsmenn fyrirtækja séu dæmdir til refsiábyrgðar fyrir brot af þessu tagi. Oftast nær eru fyrirtæki dæmd til greiðslu skaðabóta, án þess að starfsmenn séu dæmdir sérstaklega fyrir þeirra þátt. Að sögn Helga Jenssonar, sýslufulltrúa á Seyðisfirði, sem fer með málið fyrir hönd ríkissaksóknara, er hugsanlegt að málið verði fordæmisgefandi. "Það hafa ekki fallið margir dómar í hliðstæðum málum og þessum, í rauninni sárafáir. Mér er kunnugt um vinnuslys í Reykjavík þar sem einstaklingar voru dæmdir til refsiábyrgðar, en það er þó ekki efnislega eins og þetta mál og því verður þetta mál örugglega fordæmisgefandi að einhverju leyti". Tveir hina ákærðu voru starfsmenn eftirlitsfyrirtækis á vegum Landsvirkjunar þegar slysið varð, einn var framkvæmdastjóri undirverktaka Impregilo, Arnarfells, sem hinn látni starfaði hjá, og einn var yfirmaður eftirlits- og heilbrigðismála hjá Impregilo. Ef hinir ákærðu verða fundnir sekir um fyrrnefnd brot er einungis hægt að dæma þá til greiðslu sekta þar sem refsiramminn fyrir brot sem þessi gerir ekki ráð fyrir öðrum refsingum en sektum. Einum hinna ákærðu hafa ekki verið birtar ákærurnar þar sem hann var staddur erlendis þegar málið var þingfest í gærmorgun. Ákærðu neita allir sök og því fer málið í aðalmeðferð.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira