Innlent

Hálft ár fyrir skjalafals

45 ára karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir skjalafals. Maðurinn seldi Íslandsbanka skuldabréf þann 27. ágúst í fyrra fyrir tvær og hálfa milljón króna en hann gaf bréfið út sama dag og hafði jafnframt falsað áritun á nafni konu í reit fyrir samþykki sjálfskuldarábyrgðarmanns. Ákærði játaði brot sitt fyrir dóminum.  Maðurinn hlaut tveggja mánaða fangelsisdóm árið 1983 fyri skjalafals og var síðast dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í september í fyrra fyrir skjalafals. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að maðurinn hafi framið það brot sem hann er nú sakaður um fyrir uppsögu dómsins í fyrra og sé því um hegingarauka að ræða við þann dóm. Dómurinn telur hæfilega refsingu sex mánaða fangelsi þar sem um töluverð verðmæti hafi verið að ræða. Fullnustu þriggja mánaða af refsingunni er frestað í þrjú ár haldi maðurinn almennt skilorði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×