Ræða þrískiptingu ríkisvalds 7. júní 2005 00:01 Hvernig á að tryggja þrískiptingu ríkisvaldsins? Það er spurningin sem Þjóðarhreyfingin veltir upp á fundi í kvöld að gefnu tilefni og á fundarstað sem ekki er valinn af handahófi. Fundurinn verður í aðalsal Menntaskólans í Reykjavík og hefst klukkan 20. Framsögumennverða Ólafur Hannibalsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar, lagaprófessorarnir Jónatan Þórmundsson og Sigurður Líndal, Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður og Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. Þar verður fjallað um spurninguna hvernig hægt sé að tryggja þrískiptingu ríkisvaldsins, löggjafar-, dóms- og framkvæmdavalds. Kristrún Heimisdóttir segir að Þjóðarhreyfingin telji mikilvægt að ræða þessa spurningu. Undanfarið hafi komið upp hitamál hér á landi sem hafi varðað temprun ríkisvaldsins. Annars vegar hafi það verið Íraksmálið sem hafi varðað þá spurningu hvort Alþingi þyrfti ekki að hafa einhvers konar eftirlit með því sem framkvæmdavaldið gerir. Hins vegar hafi það verið fjölmiðlamálið sem hafi varðað það hversu langt mætti í ganga í nafni svokallaðs þingræðis. Ástæðan fyrir því að þetta mál er rætt nú er fyrirhuguð endurskoðun stjórnarskrárinnar sem Kristrún segir stjórnmálamenn hafi jafnan litið á sem sitt einkamál en stjórnarskrárnefnd hafi gefið í skyn að sú umræða yrði opnuð. En hvernig tryggir maður þrískiptingu ríkisvaldsins? Kristrún segist ekki hafa einhlítt svar við því en það sé spurning sem reynt hafi verið að svara í að minnsta kosti 200 ár. Hún telji að það skipti mjög miklu máli að allir sem fari með ríkisvald skilji að það sé takmarkað vald og að öðrum aðilum beri að tempra það. Það fari enginn með alvald innan nokkurs málaflokks lengur í nútímalegum stjórnarskrárríkjum. Eins og fyrr segir verður fundurinn í aðalsal Menntaskólans í Reykjavík og fundarstaðurinn er engin tilviljun. Kristrún segir salinn einn sögurfrægasta stað landsins og þáttur hans í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga sé geysilegur. Alþingi hafi verið endurreist í húsinu og fyrstu þingfundirnir hafi farið fram í salnum. Þá hafi þjóðfundurinn árið 1851 verið haldinn þar en þar hafi Jón Sigurðsson haft forgöngu um það að menn sögðu: Við mótmælum allir. Þjóðarhreyfinging velji þennan stað því hún vilji tengja umræðuna sem fram fari í byrjun 21. aldarinnar við lýðræðishefð Íslendinga og sögu landsins. Hreyfingin telji mikilvægt að þeirri hefð verði viðhaldið og að lýðræðið og stjórnskipanin verði áfram fyrir fólkið í landinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Sjá meira
Hvernig á að tryggja þrískiptingu ríkisvaldsins? Það er spurningin sem Þjóðarhreyfingin veltir upp á fundi í kvöld að gefnu tilefni og á fundarstað sem ekki er valinn af handahófi. Fundurinn verður í aðalsal Menntaskólans í Reykjavík og hefst klukkan 20. Framsögumennverða Ólafur Hannibalsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar, lagaprófessorarnir Jónatan Þórmundsson og Sigurður Líndal, Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður og Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. Þar verður fjallað um spurninguna hvernig hægt sé að tryggja þrískiptingu ríkisvaldsins, löggjafar-, dóms- og framkvæmdavalds. Kristrún Heimisdóttir segir að Þjóðarhreyfingin telji mikilvægt að ræða þessa spurningu. Undanfarið hafi komið upp hitamál hér á landi sem hafi varðað temprun ríkisvaldsins. Annars vegar hafi það verið Íraksmálið sem hafi varðað þá spurningu hvort Alþingi þyrfti ekki að hafa einhvers konar eftirlit með því sem framkvæmdavaldið gerir. Hins vegar hafi það verið fjölmiðlamálið sem hafi varðað það hversu langt mætti í ganga í nafni svokallaðs þingræðis. Ástæðan fyrir því að þetta mál er rætt nú er fyrirhuguð endurskoðun stjórnarskrárinnar sem Kristrún segir stjórnmálamenn hafi jafnan litið á sem sitt einkamál en stjórnarskrárnefnd hafi gefið í skyn að sú umræða yrði opnuð. En hvernig tryggir maður þrískiptingu ríkisvaldsins? Kristrún segist ekki hafa einhlítt svar við því en það sé spurning sem reynt hafi verið að svara í að minnsta kosti 200 ár. Hún telji að það skipti mjög miklu máli að allir sem fari með ríkisvald skilji að það sé takmarkað vald og að öðrum aðilum beri að tempra það. Það fari enginn með alvald innan nokkurs málaflokks lengur í nútímalegum stjórnarskrárríkjum. Eins og fyrr segir verður fundurinn í aðalsal Menntaskólans í Reykjavík og fundarstaðurinn er engin tilviljun. Kristrún segir salinn einn sögurfrægasta stað landsins og þáttur hans í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga sé geysilegur. Alþingi hafi verið endurreist í húsinu og fyrstu þingfundirnir hafi farið fram í salnum. Þá hafi þjóðfundurinn árið 1851 verið haldinn þar en þar hafi Jón Sigurðsson haft forgöngu um það að menn sögðu: Við mótmælum allir. Þjóðarhreyfinging velji þennan stað því hún vilji tengja umræðuna sem fram fari í byrjun 21. aldarinnar við lýðræðishefð Íslendinga og sögu landsins. Hreyfingin telji mikilvægt að þeirri hefð verði viðhaldið og að lýðræðið og stjórnskipanin verði áfram fyrir fólkið í landinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Sjá meira