Innlent

Kanna jarðhita á Grænlandi

Iðnaðarráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun samstarfssamning sem gerður hefur verið við Grænland um orkumál. Samningurinn fylgir í kjölfar þess að sveitarfélag á Diskó-eyju á Grænlandi óskaði eftir samstarfi um það hvort og hvernig væri hægt að nýta 19 gráðna heitt vatn sem fundist hefur á eynni. Iðnaðarráðuneytið hefur falið Íslenskum orkurannsóknum að kanna jarðhitann og hefjast jarðfræðirannsóknir í ágúst næstkomandi. Gert er ráð fyrir að rannsóknum ljúki í byrjun næsta árs og þegar niðurstöður liggja fyrir verður tekin ákvörðun um frekari nýtingu jarðhitans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×