Innlent

Höfuðborgarsvæðið verði ein heild

Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins, telur að sameina eigi sveitarfélögin sjö á höfuðborgarsvæðinu. Það sé að mati flokksins brýnasta verkefnið í skipulagsmálum svæðisins. Hann lýsir þessu í tengslum við hugmyndir Sjálfstæðisflokksins um byggð í eyjunum við Reykjavík. Hann segir þær virka djarfar og spennandi í fyrstu en standist ekki við nánari skoðun. Ólafur segir sveitarfélögin sjö á höfuðbrogarsvæðinu vera eitt atvinnusvæði og eina skipulagslega heild og því út í hött að skipuleggja tuttugu þúsund manna byggð vestast á höfuðborgarsvæðinu með gífurlegum tilkostnaði og nánast óleysanlegum umferðarvanda. Landfyllingar í tengslum við slíka skipulagningu myndu kosta um tuttugu milljarða króna eða eina milljón á hvern íbúa eyjabyggðasvæðisins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×