Sakar frjálslynda um ósannindi 5. júní 2005 00:01 Gunnar Örn Örlygsson þingmaður segir formann Frjálslynda flokksins fara með ósannindi í yfirlýsingum um brotthvarf hans úr flokknum þegar hann fullyrðir að hvergi hafi gætt misræmis í málefnalegum áherslum milli Gunnars og þingflokksins. Hann vísar til bréfs sem hann skrifaði formanninum 18. nóvember síðastliðinn. Í því segist Gunnar ekki eiga samleið með flokknum nema til grundvallarbreytinga komi á störfum hans. Hann segir flokkinn hafa einangrað sig frá almennri umræðu um þjóðmál og telur honum líkt við gamla Alþýðubandalagið vegna upphrópana í hvert sinn sem talsmenn fyrirtækja opni munninn. "Flokkurinn er miklu frekar vinstri sinnaður en nokkurn tímann hægra megin við miðju. Flokkurinn hefur elt skottið á Steingrími og Össuri frá fyrsta degi þessa kjörtímabils," segir í bréfinu. Í Gullkistunni, málgagni Frjálslynda flokksins, sem út kom í gær biður Guðjón A. Kristjánsson formaður flokksmenn afsökunar á brotthvarfi Gunnars og segir sinnaskipti hans hafa komið mjög á óvart "því tveim tímum áður höfðum við rætt saman um þátttöku hans í eldhúsdagsumræðu daginn eftir, 10. maí". Gunnar Örn segir fullyrðingar Guðjóns og Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varaformanns frjálslyndra, rangar um að hvergi og aldrei hafi bólað á málefnalegum áherslumun milli hans og þeirra. "Báðir hafa ítrekað komið fram og fullyrt þessi ósannindi. Það verða þeir að eiga við sig og getur varla talist þeim til framdráttar. Ég bið kjósendur Frjálslynda flokksins afsökunar á hverflyndi þeirra sem eftir sitja í veikum þingflokki frjálslyndra," segir Gunnar Örn og telur flokkinn hafa brugðist kjósendum sínum. Þá gefur hann lítið fyrir vangaveltur um tímasetningu úrsagnar sinnar og áréttaði að Guðjón hefði fyrstur fengið að vita af ákvörðun sinni. Þó freistandi hafi verið segist Gunnar hafa ákveðið að birta ekki umrætt bréf til Guðjóns þegar umskiptingarnar stóðu yfir. "Ég leyfði mér að trúa að forsvarsmenn frjálslyndra og sérstaklega Guðjón myndu mæta þessari ákvörðun minni með reisn. Því miður hefur hið öndverða komið í ljós. Ég vona að birting bréfsins muni hreinsa mig af þeim ósannindum sem eftirstandandi þingflokkur frjálslyndra hefur haldið uppi og afhjúpi þá um leið sem rangt höfðu við." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Sjá meira
Gunnar Örn Örlygsson þingmaður segir formann Frjálslynda flokksins fara með ósannindi í yfirlýsingum um brotthvarf hans úr flokknum þegar hann fullyrðir að hvergi hafi gætt misræmis í málefnalegum áherslum milli Gunnars og þingflokksins. Hann vísar til bréfs sem hann skrifaði formanninum 18. nóvember síðastliðinn. Í því segist Gunnar ekki eiga samleið með flokknum nema til grundvallarbreytinga komi á störfum hans. Hann segir flokkinn hafa einangrað sig frá almennri umræðu um þjóðmál og telur honum líkt við gamla Alþýðubandalagið vegna upphrópana í hvert sinn sem talsmenn fyrirtækja opni munninn. "Flokkurinn er miklu frekar vinstri sinnaður en nokkurn tímann hægra megin við miðju. Flokkurinn hefur elt skottið á Steingrími og Össuri frá fyrsta degi þessa kjörtímabils," segir í bréfinu. Í Gullkistunni, málgagni Frjálslynda flokksins, sem út kom í gær biður Guðjón A. Kristjánsson formaður flokksmenn afsökunar á brotthvarfi Gunnars og segir sinnaskipti hans hafa komið mjög á óvart "því tveim tímum áður höfðum við rætt saman um þátttöku hans í eldhúsdagsumræðu daginn eftir, 10. maí". Gunnar Örn segir fullyrðingar Guðjóns og Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varaformanns frjálslyndra, rangar um að hvergi og aldrei hafi bólað á málefnalegum áherslumun milli hans og þeirra. "Báðir hafa ítrekað komið fram og fullyrt þessi ósannindi. Það verða þeir að eiga við sig og getur varla talist þeim til framdráttar. Ég bið kjósendur Frjálslynda flokksins afsökunar á hverflyndi þeirra sem eftir sitja í veikum þingflokki frjálslyndra," segir Gunnar Örn og telur flokkinn hafa brugðist kjósendum sínum. Þá gefur hann lítið fyrir vangaveltur um tímasetningu úrsagnar sinnar og áréttaði að Guðjón hefði fyrstur fengið að vita af ákvörðun sinni. Þó freistandi hafi verið segist Gunnar hafa ákveðið að birta ekki umrætt bréf til Guðjóns þegar umskiptingarnar stóðu yfir. "Ég leyfði mér að trúa að forsvarsmenn frjálslyndra og sérstaklega Guðjón myndu mæta þessari ákvörðun minni með reisn. Því miður hefur hið öndverða komið í ljós. Ég vona að birting bréfsins muni hreinsa mig af þeim ósannindum sem eftirstandandi þingflokkur frjálslyndra hefur haldið uppi og afhjúpi þá um leið sem rangt höfðu við."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Sjá meira