Innlent

Vilja koma að endurskoðun

Kvennahreyfingin vill hafa áhrif á endurskoðun stjórnarskrárinnar og setur það á oddinn að tryggð verði jöfn þátttaka karla og kvenna í stjórnun landsins en fyrr sé ekki hægt að tala um raunverulegt jafnrétti. Fulltrúar kvennahreyfingarinnar hittust á vinnufundi á Hallveigarstöðum í gær þar sem rætt var hvernig stjórnarskráin gæti tryggt öryggi kvenna. Sérstakur undirbúningshópur kvenna hefur sent erindi til stjórnarskrárnefndarinnar og óskað eftir þátttöku í ráðstefnu um endurskoðun stjórnarskrárinnar sem haldin verður þann 11. júní.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×