Innlent

Vill opnari umræðu um þorskstofn

Árni Matthiessen sjávarútvegsráðherra kallaði eftir opinskárri umræðu um ástand þorskstofnsins í sjómannadagsræðu sinni að þessu sinni. Árni sagði næstu árgangar þorskstofnsins yrðu líklega lélegir eins og undanfarin ár. Ekki hefði tekist að stækka stofninn eins og að hefði verið stefnt og markmið um að draga saman veiðarnar hefðu aldrei náðst. Stofninn hefði þó stækkað frá því kvótakerfið var tekið upp. Árni sagði að óvissa ríkti um ástæður fyrir lélegum árgöngum þorskstofnins. Hugsanlega hefðu auknar loðnuveiðar þar einhver áhrif en orsaknirnar gætu líka verið aðrar. Um þetta þyrfti að fara fram opinská umræða. Árni sagði að með tilliti til þess að stofninn hefði stækkað eftir að kvótakerfið var tekið upp væri ekki ráðlegt að fara þá leið sem sumir vildu, að veiða meira og meira.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×