Innlent

Vilja enn kjósa um stjórnarskrá

Meirihluti Dana vill fá að kjósa um stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins þrátt fyrir að hvort tveggja franskir og hollenskir kjósendur hafi hafnað honum. Þetta sýnir ný skoðanakönnun sem Politiken birti. Samkvæmt könnuninni telja 53 prósent Dana réttast að láta fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram. 31 prósent telur hins vegar að í ljósi höfnunar Frakka og Hollendinga sé réttast að hætta við þjóðaratkvæðagreiðsluna. Sextán prósent aðspurðra voru óákveðnir. Fjórar kannanir gefa til kynna að Danir hafni sáttmálanum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×