Alfreð kallar Perluna hringekju 3. júní 2005 00:01 Ungir sjálfstæðismenn færðu Alfreð Þorsteinssyni, formanni stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, Monopoly spilið að gjöf í morgun. Þeir segjast hafa gert það til að mótmæla taumlausri eyðslu hans á kostnað borgarbúa. Alfreð endursendi hins vegar spilið skömmu síðar og hvatti gefendurna til að spila það við Davíð Oddsson í „hringekjunni í Öskjuhlíð“. Ungu sjálfstæðismönnunum finnst ekki þjóna hagsmunum borgarbúa að reisa sumarhúsabyggð við Úlfljóstsvatn eins og fyrirhugað er. Eins benda þeir á dýrar fjárfestingar á sviði gagnamiðlunar og risarækjueldis sem borgarbúum sé gert að taka þátt í. Í tilkynningu SUS segir m.a.: Það er þess vegna sem ungir sjálfstæðismenn ákveða að færa stjórnarformanninum Monopoly spilið að gjöf, enda snýst spilið um það að leikmenn fjárfesta í götum, húsum og hótelum á höfuðborgarsvæðinu með sérstökum spilapeningum líkt og í gamla Matador spilinu. Er honum því færð gjöfin í þeirri von að hann láti nægja að kaupa eignir fyrir spilapeninga og hætti að leika sér með fjármuni borgarbúa.Jafnframt má minna á að orðið „monopoly“ þýðir einokun og á við um kjarnastarfsemi Orkuveitunnar, sem hefur einokunarstöðu á markaði með raforku, vatn og heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu. Ungir sjálfstæðismenn telja þetta eitt ljósasta dæmi þess að opinber einokun er síst skárri en önnur. Alfreð endursendi hins vegar spilið í skömmu síðar með eftirfarandi svarbréfi: Kæru ungu sjálfstæðismenn!Um leið og ég endursendi gjöf ykkar, bið ég ykkur um að færa hana Davíð Oddssyni formanni Sjálfstæðisflokksins, sem í borgarstjóratíð sinni lét reisa stærsta og dýrasta veitingahús norðan Alpafjalla, nefnilega Perluna í Öskjuhlíð, sem er þungur baggi á rekstri Orkuveitu Reykjavíkur. Vandséð er hvers vegna sjálfstæðismenn létu orkufyrirtæki í eigu Reykvíkinga byggja þetta veitingahús.Á hverju ári greiða Reykvíkingar síðan um 60 milljónir króna með rekstri Perlunnar og þegar stofnkostnaði er bætt við má segja, að þetta ævintýri sjálfstæðismanna hafi kostað borgarbúa um 4 milljarða króna.Sem Stjórnarformaður Orkuveitunnar hef ég árangurslaust reynt að selja Perluna, en ekki fengið viðunandi tilboð, því miður.Ég tel við hæfi, að ungir sjálfstæðismenn bjóði formanni sínum í Perluna einhvern góðan veðurdag og spili við hann Monopoly í hringekjunni í Öskjuhlíðinni.Að lokum vil ég geta þess, að jörðin Úlfljótsvatn hefur engum arði skilað til þessa, en Orkuveitan hefur hins vegar haft kostnað af henni. Þetta er gömul arfleifð sjálfstæðismanna, sem verið er að bæta fyrir.Virðingarfyllst,Alfreð Þorsteinsson Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Sjá meira
Ungir sjálfstæðismenn færðu Alfreð Þorsteinssyni, formanni stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, Monopoly spilið að gjöf í morgun. Þeir segjast hafa gert það til að mótmæla taumlausri eyðslu hans á kostnað borgarbúa. Alfreð endursendi hins vegar spilið skömmu síðar og hvatti gefendurna til að spila það við Davíð Oddsson í „hringekjunni í Öskjuhlíð“. Ungu sjálfstæðismönnunum finnst ekki þjóna hagsmunum borgarbúa að reisa sumarhúsabyggð við Úlfljóstsvatn eins og fyrirhugað er. Eins benda þeir á dýrar fjárfestingar á sviði gagnamiðlunar og risarækjueldis sem borgarbúum sé gert að taka þátt í. Í tilkynningu SUS segir m.a.: Það er þess vegna sem ungir sjálfstæðismenn ákveða að færa stjórnarformanninum Monopoly spilið að gjöf, enda snýst spilið um það að leikmenn fjárfesta í götum, húsum og hótelum á höfuðborgarsvæðinu með sérstökum spilapeningum líkt og í gamla Matador spilinu. Er honum því færð gjöfin í þeirri von að hann láti nægja að kaupa eignir fyrir spilapeninga og hætti að leika sér með fjármuni borgarbúa.Jafnframt má minna á að orðið „monopoly“ þýðir einokun og á við um kjarnastarfsemi Orkuveitunnar, sem hefur einokunarstöðu á markaði með raforku, vatn og heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu. Ungir sjálfstæðismenn telja þetta eitt ljósasta dæmi þess að opinber einokun er síst skárri en önnur. Alfreð endursendi hins vegar spilið í skömmu síðar með eftirfarandi svarbréfi: Kæru ungu sjálfstæðismenn!Um leið og ég endursendi gjöf ykkar, bið ég ykkur um að færa hana Davíð Oddssyni formanni Sjálfstæðisflokksins, sem í borgarstjóratíð sinni lét reisa stærsta og dýrasta veitingahús norðan Alpafjalla, nefnilega Perluna í Öskjuhlíð, sem er þungur baggi á rekstri Orkuveitu Reykjavíkur. Vandséð er hvers vegna sjálfstæðismenn létu orkufyrirtæki í eigu Reykvíkinga byggja þetta veitingahús.Á hverju ári greiða Reykvíkingar síðan um 60 milljónir króna með rekstri Perlunnar og þegar stofnkostnaði er bætt við má segja, að þetta ævintýri sjálfstæðismanna hafi kostað borgarbúa um 4 milljarða króna.Sem Stjórnarformaður Orkuveitunnar hef ég árangurslaust reynt að selja Perluna, en ekki fengið viðunandi tilboð, því miður.Ég tel við hæfi, að ungir sjálfstæðismenn bjóði formanni sínum í Perluna einhvern góðan veðurdag og spili við hann Monopoly í hringekjunni í Öskjuhlíðinni.Að lokum vil ég geta þess, að jörðin Úlfljótsvatn hefur engum arði skilað til þessa, en Orkuveitan hefur hins vegar haft kostnað af henni. Þetta er gömul arfleifð sjálfstæðismanna, sem verið er að bæta fyrir.Virðingarfyllst,Alfreð Þorsteinsson
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Sjá meira