Innlent

Yfirheyrðir vegna auðgunarbrota

Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra hefur yfirheyrt sakborninga og vitni í Baugsmálinu svokallaða að undanförnu að því er fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá í gærkvöldi. Samkvæmt fréttum Ríkisútvarpsins eru yfirheyrslurnar yfirgripsmiklar og hafa staðið yfir undanfarnar vikur. Lögregla rannsakar ásakanir þess efnis að Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson, núverandi og fyrrverandi forstjórar Baugs, hafi brotið gegn Baugi, meðal annars með því að draga sér fé úr fyrirtækinu. Ekki náðist í Jón Ásgeir , Tryggva eða Jón H. Snorrason, yfirmann efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóraembættisins í gærkvöldi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×