Innlent

Dæmdur fyrir brot í starfi

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjón í sex mánaða fangelsi, sem er skilorðsbundið til tvegggja ára, fyrir að hafa notað bíl í eigu lögreglunnar í eigin þágu og fyrir að hafa ráðstafað öðrum lögreglubíl til sambýliskonu sinnar án þess að borga nokkuð fyrir hann. Maðurinn lét umskrá annan bílinn, sem átti að selja, á nafn sambýliskonu sinnar án þess að greiða fyrir hann krónu og þá var hann sakaður um að hafa ekið öðrum lögreglubíl yfir 9000 kílómetra á tímabilinu 26. mars til 11. desember í fyrra án þess að hafa til þess heimild. Ekki var hægt að sanna hversu mikið hann hefði ekið í eigin þágu og hversu mikið í vinnunni, en hann var sem fyrr segir dæmdur í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, og til að greiða allan sakarkostnað. Dómari sá sérstaka ástæðu til að gera athugasemdir við framkomu myndatökufólks við réttarhöldin í dóminum og segir hann m.a. að setið hafi verið fyrir ákærða þegar hann hafi mætt til dóms.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×