Ríkisstjórn leysi byggðavanda 2. júní 2005 00:01 Hátt í 140 manns hefur verið sagt upp eða verður sagt upp á næstunni hjá fjórum fyrirtækjum á landsbyggðinni. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, telur ríkisstjórnina þurfa að finna lausnir til að viðhalda byggð í landi. Bílddælingur á Bíldudal hefur sagt upp öllu sínu starfsfólki, um 50 talsins. Skinney Þinganes hefur tilkynnt lokun frystihússins á Reyðarfirði en þar hafa starfað hátt í 20 manns. 32 hefur verið sagt upp hjá Samherja á Stöðvarfirði og Skinnaiðnaður á Akureyri ætlar að segja upp um 40 manns frá og með næstu mánaðarmótum. Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir ástandið dapurlegt en bendir á að þetta sé ekki bara þróunin hér á landi. En hver er ástæðan fyrir þessum breytingum? Skúli segir að bæði á Íslandi og annars staðar í Evrópu séu fyrirtæki að stækka. Á Íslandi séu fiskvinnslufyrirtækin að stækka og þeim að fækka og það bitni á minni stoðum. Samkeppnin leiði til þess að sumir staðir verði undir en aðrir stækki og þar verði til fleiri störf. Skúli segir gott dæmi um breytingar vera á Austfjörðum. Hann bendir á að Norðfjörður, Reyðarfjörður og Egilsstaðir sé öflugur byggðarkjarni og fari vaxandi. Nú sé hins vegar ekki lengur að mestu um fisk að ræða eins og áður hefur verið. Þjóðfélagsbreytingarnar séu einfaldlega mjög örar. Einhæfari störfin flytjist annað og fataiðnaðurinn sé til að mynda nánast horfinn úr Evrópu austur til Asíu og þangað hafi skóiðnaðurinn líka farið. Þetta sé sá veruleiki sem við blasi. Skúli segir að auðvitað þurfi menn að hafa áhyggjur af málunum. Ekki sé hægt að sitja hjá aðgerðalaus því eitthvað þurfi að koma í staðinn. Skúli segir þó aðra möguleika vera til staðar, til dæmis sé landið orkuríkt. Hann telur möguleika í aukinni menntun og sérhæfingu í matvælaiðnaði eins og fiski. En er þetta þá kannski ekkert til að hafa áhyggjur af? Skúli segir alltaf dapurlegt þegar fólk missi störfin sín og við því verði að bregðast í þjóðfélaginu. Það sé Starfsgreinasambandsins að taka þátt í umræðum um það en það hafi engar einfaldar lausnir í þeim efnum. Það sé ríkisstjórnarinnar að sjá til þess að halda byggð í landinu með einhverjum aðgerðum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Fleiri fréttir Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Sjá meira
Hátt í 140 manns hefur verið sagt upp eða verður sagt upp á næstunni hjá fjórum fyrirtækjum á landsbyggðinni. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, telur ríkisstjórnina þurfa að finna lausnir til að viðhalda byggð í landi. Bílddælingur á Bíldudal hefur sagt upp öllu sínu starfsfólki, um 50 talsins. Skinney Þinganes hefur tilkynnt lokun frystihússins á Reyðarfirði en þar hafa starfað hátt í 20 manns. 32 hefur verið sagt upp hjá Samherja á Stöðvarfirði og Skinnaiðnaður á Akureyri ætlar að segja upp um 40 manns frá og með næstu mánaðarmótum. Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir ástandið dapurlegt en bendir á að þetta sé ekki bara þróunin hér á landi. En hver er ástæðan fyrir þessum breytingum? Skúli segir að bæði á Íslandi og annars staðar í Evrópu séu fyrirtæki að stækka. Á Íslandi séu fiskvinnslufyrirtækin að stækka og þeim að fækka og það bitni á minni stoðum. Samkeppnin leiði til þess að sumir staðir verði undir en aðrir stækki og þar verði til fleiri störf. Skúli segir gott dæmi um breytingar vera á Austfjörðum. Hann bendir á að Norðfjörður, Reyðarfjörður og Egilsstaðir sé öflugur byggðarkjarni og fari vaxandi. Nú sé hins vegar ekki lengur að mestu um fisk að ræða eins og áður hefur verið. Þjóðfélagsbreytingarnar séu einfaldlega mjög örar. Einhæfari störfin flytjist annað og fataiðnaðurinn sé til að mynda nánast horfinn úr Evrópu austur til Asíu og þangað hafi skóiðnaðurinn líka farið. Þetta sé sá veruleiki sem við blasi. Skúli segir að auðvitað þurfi menn að hafa áhyggjur af málunum. Ekki sé hægt að sitja hjá aðgerðalaus því eitthvað þurfi að koma í staðinn. Skúli segir þó aðra möguleika vera til staðar, til dæmis sé landið orkuríkt. Hann telur möguleika í aukinni menntun og sérhæfingu í matvælaiðnaði eins og fiski. En er þetta þá kannski ekkert til að hafa áhyggjur af? Skúli segir alltaf dapurlegt þegar fólk missi störfin sín og við því verði að bregðast í þjóðfélaginu. Það sé Starfsgreinasambandsins að taka þátt í umræðum um það en það hafi engar einfaldar lausnir í þeim efnum. Það sé ríkisstjórnarinnar að sjá til þess að halda byggð í landinu með einhverjum aðgerðum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Fleiri fréttir Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Sjá meira