Innlent

Vilja rannsókn á bankasölu

Frjálslyndi flokkurinn krefst ítarlegrar opinberrar rannsóknar einkavæðingu bankanna. Þetta kemur fram í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins um málið. Í yfirlýsingu frá flokknum segir að nú hafi verið upplýst að Landsbankinn hafi lánað vinum ráðamanna fé til kaupa bankanna og að forsætisráðherra hafi stýrt sölu Búnaðarbankans og VÍS. Þetta séu spilltir stjórnarhættir og þá verði að leggja af. Minnt er á að Frjálslyndir og Vinstri - grænir hafi í fyrra lagt fram beiðni á Alþingi um skýrslu frá forsætisráðherra um störf einkavæðingarnefndar en þeirri beiðni hafi verið hafnað. Krafan um rannsókn er því ítrekuð og að mat verði lagt á gerðir nefndarinnar og ráðherra enda hafi nefndin ráðstafað eignum almennings án þess að hagsmuna þjóðarinnar hafi verið gætt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×