Innlent

Skrifa ríkisstjóra vegna Arons

MYND/Rohn Weesler
RJF-hópurinn hefur skrifað ríkisstjóranum í Texas bréf til að knýja á um lausn Arons Pálma Ágústssonar úr haldi í Texas. Bréfinu til Ricks Perrys ríkisstjóra fylgir bænabréf frá biskupi Íslands þar sem fram kemur að velferð og frelsi Arons Pálma hafi verið bænarefni í kirkjum landsins og verði þar til hann verður látinn laus. Einnig kemur fram að beðið verði fyrir yfirvöldum í Texas sem hafa örlög Arons Pálma í hendi sér. RJF-hópurinn vann að lausn Bobbys Fischers úr japönsku fangelsi og eftir að það tókst ákvað hann að einbeita sér að lausn Arons Pálma úr fangelsi, en hann hlaut tíu ára fangelsi fyrir kynferðsbrot gegn barni þegar hann var sjálfur ellefu ára gamall.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×