Innlent

Reyndi að ná sáttum

"Hljóðið í mér er ljómandi gott. Margir lögfræðingar segja mér að málatilbúnaður þeirra sem sækja málið sé ekki mjög vandaður því ekki er bent nægilega vel á einhverja sök í málinu. Ég hef enga trú á því að hægt sé að sakfella mig fyrir þetta," segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson og er ánægður með hvernig málflutningurinn fór í gærmorgun. Hannes segir að fyrst ættingjar Halldórs Laxness hafi ákveðið að fara í mál við sig hefði verið rökrétt að þeir hefðu einnig farið í mál við þann sem gaf bókina út. "Ég hef reynt að leita sátta við fjölskyldu Laxness því mér finnst leiðinlegt að standa í stappi við gamla konu eins og Auði Laxness. Ekki hefur verið tekið vel í það," segir Hannes. Aðalástæðuna fyrir málaferlunum gegn sér segir Hannes vera þá að vinstrisinnaðri fjölskyldu Laxness og bókmenntamönnum í kringum hana finnist að hægrimaður megi ekki skrifa um Halldór Laxness.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×