Innlent

Öryggismál í ólestri

Barbara Björnsdóttir, skrifstofustjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur, segir öryggisgæslu óviðunandi í húsi héraðsdóms sem stendur. Sérstaklega verði að gera breytingar þar sem umgangur almennings í húsið, þar sem það stendur í alfaraleið í miðbænum, sé töluverður. "Við höfum óskað eftir því við Dómstólaráð að öryggisgæsla verði aukin í húsinu. Við teljum orðið nauðsynlegt að auka hér öryggi, ekki síst fyrir starfsfólkið," segir Barbara, en staða öryggismála hefur komist í umræðuna að undanförnu eftir að sparkað var í Reyni Traustason, ritstjóra Mannlífs, rétt áður en hann bar vitni í héraðsdómi á þriðjudag. Elín Sigrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Dómstólaráðs, segir ráðið hafa tekið málið til greina. "Við höfum óskað eftir því að settir verði auknir fjármunir í þetta verkefni á næsta starfsári. Vonandi verður hægt að verða við þeirri beiðni".



Fleiri fréttir

Sjá meira


×