Innlent

21 milljarður í landfyllingar

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kynnti hugmyndir sínar um framtíðarskipulag í Reykjavík á blaðamannafundi síðastliðinn fimmtudag. Samkvæmt tillögunum er kveðið á um 350 hektara landfyllingu milli Örfiriseyjar og Akureyjar og frá Sæbraut í áttina að Engey. Í einum hektara eru 10000 fermetrar. Því er um að ræða landfyllingu upp á 3,5 milljónir fermetra. Samkvæmt Jóni Þorvaldssyni, forstöðumanni tæknideildar hjá Faxaflóahöfn, kostar fermetrinn í slikri landfyllingu um 6000 krónur. Kostnaður við landfyllinguna yrði því 21 milljarður króna samkvæmt þessum tölum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×