Innlent

Gæsluþyrlan leitar manns

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöld til að svipast um eftir manni sem saknað var á svæðinu í kringum Hafnarfjall. Hópur manna hafði leitað að manninum í nokkra klukkutíma en hann er sjúklingur. Ekki var vitað frekar um afdrif hans þegar blaðið fór í prentun. Laust eftir hádegi í gær veltu tveir erlendir ferðamenn bíl sínum á Útnesvegi í þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Bíllinn skemmdist nokkuð og varð að draga hann í burtu en meiðsli ferðamannanna voru óveruleg. Á níunda tímanum í gærkvöld var svo ekið á hreindýr á veginum inn að Kárahnjúkavirkjun og drapst dýrið samstundis. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum drepast 10-15 dýr á ári í slíkum óhöppum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×