Borgarstjóraefni í áttunda sæti 31. maí 2005 00:01 Vangaveltur eru uppi um að áttunda sæti Reykjavíkurlistans verði skipað borgarstjóraefni listans. Nafn núverandi borgarstjóra hefur verið nefnt en hvorugur borgarfulltrúa hafa ákveðið hvort þau fari fram. Samfylkingin heldur prófkjör við val á fulltrúum sínum. "Það er regla hjá Samfylkingunni að það fari fram prófkjör um frambjóðendur flokksins og svoleiðis verður það í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar," segir Páll Halldórsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í viðræðunefnd R-listaflokkanna. Hann segir að þátttaka Samfylkingarinnar í R-listanum ráði ekki úrslitum hvað slíkt varðar og haldið verði prófkjör hvort sem Samfylkingin bjóði fram í eigin nafni eða undir nafni R-listans. Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi hlaut efsta sætið í síðasta prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík til borgarstjórnarkosninga, Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hlaut annað sætið og Helgi Hjörvar hið þriðja. Ingibjörgu Sólrúnu var svo úthlutað áttunda sæti listans. Hvorki Stefán Jón né Steinunn Valdís vildu segja til um hvort þau myndu taka þátt í prófkjöri til komandi borgarstjórnarkosninga og ekki náðist í Helga Hjörvar en talið er að hann muni ekki gefa kost á sér frekar en Ingibjörg Sólrún. Fleiri kunna að blanda sér í prófkjörsbaráttu en uppi eru skiptar skoðanir innan Samfylkingarinnar hvort flokkurinn eigi að taka þátt í R-lista samstarfinu. Slík sjónarmið munu reyndar vera innan allra hinna þriggja flokka. Raddir innan Samfylkingarinnar benda á að algjörlega ósættanlegt sé fyrir Samfylkinguna að fallast á jafna skiptingu borgarfulltrúa vegna stærðar flokksins en algjört skilyrði verði af hálfu flokksins að hann fái borgarstjórastólinn eða fyrsta sæti listans. Meðal þess, sem nefnt hefur verið, er að Steinunn Valdís feti í fótspor forvera síns Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og skipi áttunda sæti listans og verði þar með borgarstjóraefni listans ef um slíkt næðist sátt innan Reykjavíkurlistans. Búist er við því að prófkjör Samfylkingarinnar verði haldið í haust. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Sjá meira
Vangaveltur eru uppi um að áttunda sæti Reykjavíkurlistans verði skipað borgarstjóraefni listans. Nafn núverandi borgarstjóra hefur verið nefnt en hvorugur borgarfulltrúa hafa ákveðið hvort þau fari fram. Samfylkingin heldur prófkjör við val á fulltrúum sínum. "Það er regla hjá Samfylkingunni að það fari fram prófkjör um frambjóðendur flokksins og svoleiðis verður það í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar," segir Páll Halldórsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í viðræðunefnd R-listaflokkanna. Hann segir að þátttaka Samfylkingarinnar í R-listanum ráði ekki úrslitum hvað slíkt varðar og haldið verði prófkjör hvort sem Samfylkingin bjóði fram í eigin nafni eða undir nafni R-listans. Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi hlaut efsta sætið í síðasta prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík til borgarstjórnarkosninga, Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hlaut annað sætið og Helgi Hjörvar hið þriðja. Ingibjörgu Sólrúnu var svo úthlutað áttunda sæti listans. Hvorki Stefán Jón né Steinunn Valdís vildu segja til um hvort þau myndu taka þátt í prófkjöri til komandi borgarstjórnarkosninga og ekki náðist í Helga Hjörvar en talið er að hann muni ekki gefa kost á sér frekar en Ingibjörg Sólrún. Fleiri kunna að blanda sér í prófkjörsbaráttu en uppi eru skiptar skoðanir innan Samfylkingarinnar hvort flokkurinn eigi að taka þátt í R-lista samstarfinu. Slík sjónarmið munu reyndar vera innan allra hinna þriggja flokka. Raddir innan Samfylkingarinnar benda á að algjörlega ósættanlegt sé fyrir Samfylkinguna að fallast á jafna skiptingu borgarfulltrúa vegna stærðar flokksins en algjört skilyrði verði af hálfu flokksins að hann fái borgarstjórastólinn eða fyrsta sæti listans. Meðal þess, sem nefnt hefur verið, er að Steinunn Valdís feti í fótspor forvera síns Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og skipi áttunda sæti listans og verði þar með borgarstjóraefni listans ef um slíkt næðist sátt innan Reykjavíkurlistans. Búist er við því að prófkjör Samfylkingarinnar verði haldið í haust.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Sjá meira