Innlent

Kona og ungabarn björguðust

"Það var fyrir mestu að enginn slasaðist og tjónasérfræðingar eru bjartsýnir að bjarga megi töluverðu af innanstokksmunum," segir Stefán Pálsson, safnvörður og dómari í Gettu betur, en kona hans og barn björguðust þegar kviknaði í íbúð þeirra að Mánagötu um eftirmiðsdagsbil í gær. Stefán var ekki sjálfur heima þegar eldurinn kom upp en segir konu sína hafa gripið barnið í snarhasti þegar eldsins varð vart og hlaupið út. "Þá hringdi hún á Neyðarlínuna og slökkvilið var komið innan skamms. Þeim gekk greiðlega að slökkva eldinn en hann var mestur í eldhúsinu og þar urðu töluverðar skemmdir, sérstaklega vegna sóts, enda íbúðin lítil. Ég þarf líklega að rífa eldhúsinnréttinguna og setja upp nýja en sérfræðingar segja mér að mörgum öðrum innanstokksmunum verði hægt að bjarga þrátt fyrir reykskemmdir."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×